Gler- og ljósmyndir Drafnar 9. mars 2007 09:00 Ein mynda Drafnar á sýningunni í sal Íslenskrar grafíkur, Vertu velkominn. Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Ljósmyndirnar eru teknar á ferðum hennar með erlenda ferðamenn um Ísland undanfarin ár, en Dröfn starfar sem leiðsögumaður á sumrin og vinnur að list sinni á veturna. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Glerið hefur verið viðfangsefni hennar fyrst og fremst, en hún hefur einnig nýtt sér önnur efni: í desember var opnað hótel við Þingholtsstræti í Reykjavík og þar var henni falið að vinna glerverk á nærri 50 fm vegg í anddyri og er partur af verkinu foss sem rennur niður vegginn. Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar. Nýútskrifuð gerðist hún þátttakandi í galleríinu Hjá þeim sem var til húsa á Skólavörðustígnum og síðar stofnaði hún Listakot á Laugaveginum með níu öðrum listakonum. Árið 2000 flutti hún vinnustofu sína að Fálkagötu 30b og hefur rekið hana þar síðan undir nafninu Íslensk list. Sýningin stendur sem fyrr segir frá 10.-25. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18. Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Myndlistarkonan Dröfn Guðmundsdóttir opnar á morgun sýningu á glerverkum og ljósmyndainnsetningu í Grafíksafni Íslands – sal íslenskrar grafíkur í Hafnarhúsinu, hafnarmegin. Ljósmyndirnar eru teknar á ferðum hennar með erlenda ferðamenn um Ísland undanfarin ár, en Dröfn starfar sem leiðsögumaður á sumrin og vinnur að list sinni á veturna. Dröfn útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1993. Glerið hefur verið viðfangsefni hennar fyrst og fremst, en hún hefur einnig nýtt sér önnur efni: í desember var opnað hótel við Þingholtsstræti í Reykjavík og þar var henni falið að vinna glerverk á nærri 50 fm vegg í anddyri og er partur af verkinu foss sem rennur niður vegginn. Dröfn hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hérlendis sem erlendis. Hún hefur einnig haldið nokkrar einkasýningar. Nýútskrifuð gerðist hún þátttakandi í galleríinu Hjá þeim sem var til húsa á Skólavörðustígnum og síðar stofnaði hún Listakot á Laugaveginum með níu öðrum listakonum. Árið 2000 flutti hún vinnustofu sína að Fálkagötu 30b og hefur rekið hana þar síðan undir nafninu Íslensk list. Sýningin stendur sem fyrr segir frá 10.-25. mars og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 16-18.
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira