Horft austur 10. mars 2007 13:00 Syndir feðranna þekktasta mynd James Dean verður sýnd í Tjarnarbíói á morgun. Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálmann í Cannes 1958. Kvikmyndin tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín-áranna með áherslu á erfiða ástarsögu í forgrunni heimsstyrjaldarinnar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Um tvö hundruð manns hafa þegar skráð sig í kvikmyndaklúbbinn Fjalaköttinn sem hóf sýningar í Tjarnarbíói fyrir skömmu. Þriðju sýningarhelgina verður kastljósinu beint að Rússlandi. Á morgun verða sýndar fjórar myndir en þar á meðal er stórvirkið Trönurnar fljúga eftir Mikhail Kalatozov. Myndin var gerð 1957 og hefur verið álitin fyrsta meistaraverk sovéskrar kvikmyndagerðar eftir dauða Stalíns. Myndinni var strax hampað sem byltingarkenndri í Sovétríkjunum, sló í gegn víðs vegar um heim og vann gullpálmann í Cannes 1958. Kvikmyndin tekur persónulegt drama fram yfir pólitískt áróðursbrask Stalín-áranna með áherslu á erfiða ástarsögu í forgrunni heimsstyrjaldarinnar. Myndin er sýnd með ensku tali. Auk þess sýnir Fjalakötturinn nýlega rússneska mynd, Dauðinn á ferð, Rebel Without a Cause með hjartaknúsaranum James Dean frá 1955 og vísindatryllinn Solaris frá 1972. Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins er að finna á heimasíðunni www.filmfest.is
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira