Spænsk lög sungin og leikin 13. mars 2007 07:15 Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. - Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Spænsk einsöngslög og dúettar frá ýmsum tímabilum hljóma á Háskólatónleikum í hádeginu á morgun, 14. mars. Valgerður Guðrún Guðnadóttir sópran, Hrólfur Sæmundsson baritón og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari flytja verk spænsku tónskáldanna Albeniz, De Falla og Granado og argentíska tónskáldsins Morillo. Lögin eru allt frá barokktímanum fram á 20. öldina og heyra má bregða fyrir þjóðlögum, serenöðum og flamenco-tónlist með tilheyrandi látum. Valgerður Guðrún Guðnadóttir lauk 8. stigi frá Söngskólanum í Reykjavík og útskrifaðist frá Guildhall School of Music árið 2000. Hún á að baki fjölda hlutverka í söngleikjum og óperum. Hrólfur Sæmundsson lauk meistaragráðu í einsöng við New England Conservatory of Music í Boston vorið 2001 en áður hafði hann lokið burtfararprófi frá Söngskólanum. Hrólfur hefur komið fram á yfir 100 tónleikum hérlendis, austan hafs og vestan og á næsta ári á Norðurlöndunum, auk Englands og Serbíu. Á næstunni syngur hann m.a. hlutverk Polypheme í Acis og Galateu, og kemur fram á tónleikum í Frakklandi og Ítalíu. Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk þaðan píanókennaraprófi árið 1979 og einleikaraprófi tveimur árum síðar. Hún lauk meistaragráðu frá New England Conservatory of Music í Boston árið 1987. Hún hefur víða komið fram og hlotið margvíslegar viðurkenningar. Meðal þeirra einleiksverka sem hún hefur leikið með Sinfóníuhljómsveit Íslands eru píanókonsert Griegs og Slátta eftir Jórunni Viðar, en hvort tveggja hefur verið gefið út á geisladiski. Hún er stofnandi og stjórnandi Reykholtshátíðar sem haldin er árlega í júlílok. Næsta haust leikur hún einleik með hljómsveitinni Virtuosi di Praga í Rudolfini-salnum í Prag og með Hljómsveit Sankti Kristófers í Vilníus. -
Mest lesið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið VÆB opnar verslun í Kringlunni Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Tónlist Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira