Ampop á iTunes 16. mars 2007 10:00 Þrjár síðustu plötur Ampop eru fáanlegar á iTunes. Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. „Það eru virkilega góð tíðindi að þeir höfðu áhuga á þessu.“Ampop spilaði á dögunum á tónleikum í Los Angeles og New York. „Það gekk feikivel og það er verið að skoða ákveðin tilboð í augnablikinu,“ segir Birgir. Ampop hefur einnig fengið góðar viðtökur í Frakklandi og var My Delusions það smáskífulag sem var mest sótt á netinu þar í landi á síðasta ári. Að sögn Birgis vonast þeir félagar til að fara þangað í tónleikaferð til að fylgja eftir vinsældum sínum. Fyrst er þó stefnan sett á Bandaríkjamarkað auk þess sem Bretland er vel inni í myndinni. Ampop átti nýverið lag í þættinum I"m From Rolling Stone á tónlistarstöðinni MTV sem er sýndur víðs vegar um heiminn. Um var að ræða lagið Don"t Let Me Down af plötunni My Delusions. „Þetta er fyrsta alþjóðlega sjónvarpskynningin sem við fáum. Þetta voru mjög hressandi og uppörvandi fréttir fyrir okkur,“ segir Birgir. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Ampop hefur gert samning við iTunes um að þar verði fáanlegar þrjár síðustu plötur sveitarinnar. „Við vorum að reyna þetta fyrir ári. Þá þurftum við að hafa samning við plötufyrirtæki en við komumst einhvern veginn inn núna. Það er væntanlega vegna þess að við erum komnir með útgáfusamning í Frakklandi og höfum verið sýnilegir í Bandaríkjunum,“ segir Birgir Hilmarsson, söngvari Ampop. „Það eru virkilega góð tíðindi að þeir höfðu áhuga á þessu.“Ampop spilaði á dögunum á tónleikum í Los Angeles og New York. „Það gekk feikivel og það er verið að skoða ákveðin tilboð í augnablikinu,“ segir Birgir. Ampop hefur einnig fengið góðar viðtökur í Frakklandi og var My Delusions það smáskífulag sem var mest sótt á netinu þar í landi á síðasta ári. Að sögn Birgis vonast þeir félagar til að fara þangað í tónleikaferð til að fylgja eftir vinsældum sínum. Fyrst er þó stefnan sett á Bandaríkjamarkað auk þess sem Bretland er vel inni í myndinni. Ampop átti nýverið lag í þættinum I"m From Rolling Stone á tónlistarstöðinni MTV sem er sýndur víðs vegar um heiminn. Um var að ræða lagið Don"t Let Me Down af plötunni My Delusions. „Þetta er fyrsta alþjóðlega sjónvarpskynningin sem við fáum. Þetta voru mjög hressandi og uppörvandi fréttir fyrir okkur,“ segir Birgir.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira