Klettasalat og afbyggður líkami 17. mars 2007 11:15 Mynd Johns Bock Stúlka með klettasalati er ekki við hæfi barna. Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock. Bock starfaði náið með aðstandendum Kling & Bang gallerísins árið 2005 þegar hann gerði myndina Skipholt en hún var sýnd á Listahátíð sama ár. Í tilkynningu um mynd Bocks, Stúlka með klettasalati, er vísað til þess að listamanninum hafi verið fjarstýrt af yfirnáttúrulegum öflum og líkami stúlkunnar í myndinni hafi því verið þvingaður til svívirðilegra athafna. Þannig hafi líkami fórnarlambsins verið afbyggður, teikningum komið fyrir á honum og á honum gerð ýmis próf og greiningar. Atriði í fyrrgreindri mynd eru ekki við hæfi barna. Sýningarnar tvær standa til 13. maí en galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Tvær sýningar verða opnaðar í gallerí Kling & Bang í dag. Spænski listamaðurinn Alejandro Vidal heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi og sýnir myndbandsverk og ljósmyndir í afgirtu rými en í galleríinu gefur einnig að líta vídeóverk þýska listamannsins Johns Bock. Bock starfaði náið með aðstandendum Kling & Bang gallerísins árið 2005 þegar hann gerði myndina Skipholt en hún var sýnd á Listahátíð sama ár. Í tilkynningu um mynd Bocks, Stúlka með klettasalati, er vísað til þess að listamanninum hafi verið fjarstýrt af yfirnáttúrulegum öflum og líkami stúlkunnar í myndinni hafi því verið þvingaður til svívirðilegra athafna. Þannig hafi líkami fórnarlambsins verið afbyggður, teikningum komið fyrir á honum og á honum gerð ýmis próf og greiningar. Atriði í fyrrgreindri mynd eru ekki við hæfi barna. Sýningarnar tvær standa til 13. maí en galleríið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira