Dagur vatnsins 22. mars 2007 05:00 Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni dagsins er gagnlegt að beina kastljósinu að þessari dýrmætu auðlind, ferskvatninu, Við komumst ekki af án þess, en gleymum gjarnan mikilvægi þess. Kannski vegna þess hversu forsjónin hefur verið örlát við okkur Íslendinga í þessum efnum. Í mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna segir að vatn sé nauðsynlegt til viðhalds öllu lífi, það sé takmörkuð náttúruauðlind og að réttur einstaklinga til vatns sé samtvinnaður réttindunum til lífs og virðingar. Þessa sér því miður ekki stað þegar horft er yfir heimsbyggðina sem heild. Yfir milljarður jarðarbúa hefur lítinn sem engan aðgang að hreinu og ómenguðu vatni og ástandið fer versnandi. Mengun ferskvatns frá iðnaði, íbúðabyggð og landbúnaði er stórt og sívaxandi vandamál víða og vatnsskortur er ríkjandi á stórum svæðum. Þá færast í vöxt deilur um yfirráð yfir ferskvatni auk þess sem einkavæðing auðlindarinnar hefur víða leitt til ófarnaðar. Víða hefur skapast alvarlegt ástand vegna eyðingar skóga og jarðvegs, en jarðeyðing raskar náttúrulegu streymi ferskvatns og leiðir til flóða og skriðufalla, aukins uppblásturs og stækkunar eyðimarka. Yfirstandandi loftslagsbreytingar af mannavöldum með vaxandi sveiflum í veðurfari gera mönnum líka óhægt um vik að bregðast við með skipulegum aðgerðum. Íslendingar hafa meiri og betri aðgang að ferskvatni en flestar aðrar þjóðir. Ef rétt er á haldið getur vatnsauðlindin orðið mikil lyftistöng fyrir komandi kynslóðir, hollustu, tómstundaiðkan og atvinnulíf. Líta ber á grunnvatn, ár og vötn og lífríki vatna sem eina órofa heild og horfa jafnframt til árósa og strandsvæða þar sem íblöndun ferskvatns hefur teljandi áhrif. Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að ferskvatn eigi eins og aðrar náttúruauðlindir að vera í sameign landsmanna og við teljum eðlilegt að unnið sé að því að binda slík ákvæði í stjórnarskrá. Jafnframt þarf að setja skýr lagaákvæði um vernd og nýtingu vatns og vatnasvæða og skilgreina með skýrum hætti réttindi og skyldur landeigenda í meðferð vatns, hvort sem um er að ræða í þjóðlendum eða landi í einkaeign. Eðlilegt væri að stjórnvöld settu fram vatnsverndarstefnu, sem mælti fyrir um vernd og sjálfbæra nýtingu ferskvatns. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun