Íslensk leikkona í skrýmslamynd Lordi 27. mars 2007 09:15 Júlíus Kemp vonast til að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá finnsku skrýmslasveitinni Lordi „Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir því að fá að skyggnast á bakvið grímurnar hjá þeim," segir Júlíus Kemp en kvikmyndafélag Íslands með þá Júlíus og Ingvar Þórðarson fremsta í flokki verða meðframleiðendur hryllingsmyndarinnar Dark Floors: Lordi Motion Picture. Eins og nafnið gefur til kynna verður finnska skrýmslasveitin Lordi áberandi í myndinni en þeir leika stórt hlutverk í myndinni auk þess að semja tónlistina við hana. Lordi sigraði sem kunnugt er Eurovision-keppnina í fyrra og hefur notið mikilla vinsælda síðan, eru nú á tónleikaferðalagi um Bandaríkin með þungarokksgoðinu Ozzy Osbourne og eru með eindæmum vinsælir í Asíu og Evrópu. „Samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að þessi mynd yrði gerð í fyrra en henni var síðan frestað um eitt ár," segir Júlíus, kampakátur með samstarfið. „En nú er áætlað að tökur hefjist í byrjun maí og myndin verður síðan kynnt fyrir dreifingaraðilum með pompi og prakt á kvikmyndahátíðinni í Cannes 20. maí með tónleikum sveitarinnar," útskýrir framleiðandinn en myndin verður tekin upp í heimabæ hljómsveitarinnar, Oulu. Að sögn Júlíusar er þetta ekki í fyrsta skipti sem þeir taka höndum saman við finnska framleiðendur Dark Floors, Solar Films en þeir komu að gerð kvikmyndanna Strákanna okkar og Astrópíu sem frumsýnd verður í sumar. Töluverður fjöldi af íslensku starfsfólki verður við gerð myndarinnar en rúsínan í pylsuendanum er þó án nokkurs vafa aðalkvenhlutverkið sem verður í höndum íslenskrar leikkonu. Lordi verða í aðalhlutverki í kvikmyndinni Dark Floors: Lordi Motion Picture. „Við erum að skoða nokkrar leikkonur um þessar mundir og það verða prufur nú um helgina," segir Júlíus en þær eru á aldrinum 25 til 30 ára. Júlíus vildi hins vegar ekki gefa upp hverjar þessar fimm leikkonur væru, sagði að þetta skýrðist allt eftir helgi og að enn væri möguleiki fyrir áhugasama að sækja um. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þó þrjár leikkonur þegar vakið athygli úti en þetta eru þær Ingibjörg Stefánsdóttir, Brynhildur Guðjónsdóttir og Laufey Elíasdóttir. „Og þetta verður mikil kynning fyrir þá leikkonu sem hreppir hnossið," útskýrir Júlíus en myndin verður öll leikin á ensku og dreift um allan heim. Aðrir leikarar verða hins vegar bæði breskri og bandarískir. Ef að líkum lætur verður þetta eitt stærsta verkefnið sem Kvikmyndafélag Íslands hefur tekið sér fyrir hendur. Áætlaður kostnaður við gerð myndarinnar er í kringum fimm milljónir dollara eða rúmar þrjú hundruð milljónir íslenskra króna.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira