Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga 1. apríl 2007 09:00 Hera er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. MYND/Heiða Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira