Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum 14. apríl 2007 13:45 Tónskáldið Áskell Másson Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar. Áskell Másson tónskáld efnir á morgun til hljómleika í húsinu og sætir það nokkrum tíðindum. Hljóðfæraskipun þeirra verka sem Áskell hefur valið til flutningsins er óvenjuleg: harpa, flauta og slagverk. Fimm verk verða þar flutt og kallar tónskáldið dagskrána Úr huliðsheimum. Verkin fjögur eru úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum í lífi tónskáldsins: Lament var samið eftir lestur sögunnar Itys úr grískri goðafræði. Sorgin flæðir úr brjósti móður sem misst hefur barn sitt. Það var samið fyrir Manuelu Wiesl-er á árinu 1978. Mirage var samið fyrir Elísabetu Waage hörpuleikara á síðasta ári og flytur hún það á morgun. Um það segir tónskáldið: „Eins og úr undirdjúpum koma gárur sem mynda hillingar. Heimur hörpunnar er engum líkur og hefur heillað mig alla tíð.“ Verkið var samið fyrir Elísabetu Waage snemma á síðasta ári. Tvö lög eru á dagskránni, Canzona frá 1984 og Bercuse frá 1980. Fyrra lagið var samið í tilefni fæðingar dóttur tónskáldsins. Það síðara er vöggulag. Þessi lög hafa verið leikin á flest hljóðfæri, en harpan ljáir þeim einstakan blæ, segir Áskell. Um fjórða verkið segir hann: „Á meðal íslenskra þjóðsagna má finna sögu sem ber heitið Íma álfastúlka. Hér stígur hún fram úr steininum. Verkið var samið fyrir japanska slagverksleikarann Madoku Ogasawara sem frumflutti það í Kaupmannahöfn í „Den sorte diamant“ þann 29. nóvember á síðasta ári. Hljóðheimurinn er sérstæðir litir málmhljóðfæranna og ber það nafn álfkonunnar, Íma. Síðasta verkið er melódía tekin úr fiðlukonsert Áskels sem frumfluttur var í byrjun maí á síðasta ári af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Þetta verk, Cantilena, fyrir þau Martial Nardeau flautuleikara, Elísabetu og Frank Aarnik slagverksmeistara, var sérstaklega gert fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir í Hnitbjörgum hefjast kl. 15. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar. Áskell Másson tónskáld efnir á morgun til hljómleika í húsinu og sætir það nokkrum tíðindum. Hljóðfæraskipun þeirra verka sem Áskell hefur valið til flutningsins er óvenjuleg: harpa, flauta og slagverk. Fimm verk verða þar flutt og kallar tónskáldið dagskrána Úr huliðsheimum. Verkin fjögur eru úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum í lífi tónskáldsins: Lament var samið eftir lestur sögunnar Itys úr grískri goðafræði. Sorgin flæðir úr brjósti móður sem misst hefur barn sitt. Það var samið fyrir Manuelu Wiesl-er á árinu 1978. Mirage var samið fyrir Elísabetu Waage hörpuleikara á síðasta ári og flytur hún það á morgun. Um það segir tónskáldið: „Eins og úr undirdjúpum koma gárur sem mynda hillingar. Heimur hörpunnar er engum líkur og hefur heillað mig alla tíð.“ Verkið var samið fyrir Elísabetu Waage snemma á síðasta ári. Tvö lög eru á dagskránni, Canzona frá 1984 og Bercuse frá 1980. Fyrra lagið var samið í tilefni fæðingar dóttur tónskáldsins. Það síðara er vöggulag. Þessi lög hafa verið leikin á flest hljóðfæri, en harpan ljáir þeim einstakan blæ, segir Áskell. Um fjórða verkið segir hann: „Á meðal íslenskra þjóðsagna má finna sögu sem ber heitið Íma álfastúlka. Hér stígur hún fram úr steininum. Verkið var samið fyrir japanska slagverksleikarann Madoku Ogasawara sem frumflutti það í Kaupmannahöfn í „Den sorte diamant“ þann 29. nóvember á síðasta ári. Hljóðheimurinn er sérstæðir litir málmhljóðfæranna og ber það nafn álfkonunnar, Íma. Síðasta verkið er melódía tekin úr fiðlukonsert Áskels sem frumfluttur var í byrjun maí á síðasta ári af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Þetta verk, Cantilena, fyrir þau Martial Nardeau flautuleikara, Elísabetu og Frank Aarnik slagverksmeistara, var sérstaklega gert fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir í Hnitbjörgum hefjast kl. 15.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira