Misráðin Simpson-talsetning 16. apríl 2007 10:15 Steinn Ármann er ekki par hrifinn af því að verið sé að talsetja Simpsons-fjölskylduna. „Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Ég held að þetta verði eitthvað hálf útvatnað og það er ekki gáfulegt að láta misgóða íslenska leikara klæmast á þessu,“ segir Steinn Ármann Magnússon, spurður um hvernig honum lítist á íslenska talsetningu Simpsons-kvikmyndarinnar. Hann er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna en Radíusbræðurnir góðkunnu fóru aldrei leynt með að húmor þeirra hefði mótast af áhorfi á ævintýri Hómers og fjölskyldu. „Mér finnst þættirnir nú ekki vera það mikið barnaefni að þetta sé nauðsynlegt,“ bætir Steinn við. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í vikunni þá verður kvikmynd um gulu fjölskylduna frá Springfield heimsfrumsýnd á Íslandi í sumar. Og til stendur að talsetja myndina. Þetta hefur hins vegar mælst misjafnlega vel fyrir hjá aðdáendum Simpsons-fjölskyldunnar og víða á netinu má sjá netverja segja sitt álit á þessu. Á íslensku Vafalítið verður forvitnilegt að heyra hvernig hið víðfræga orðatiltæki „eat my shorts“ kemur til með að hljóma á íslensku. Steinn Ármann viðurkennir þó að hann hafi verið prófaður fyrir hlutverk fjölskylduföðurins misgáfulega en ekki fengið. „Það breytir því ekki að mér finnst þetta óþarfi,“ segir hann. Steinn segir að raddir þeirra persóna sem birtast í þættinum séu afrakstur áratugalangrar persónusköpunar. Það séu ekki síst þær sem hafi gert þáttinn að því sem hann er enda séu þeir ekkert sérstaklega vel teiknaðir. „Simpsons er ekkert Disney,“ lýsir Steinn yfir.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira