Á heimshornaflakki 19. apríl 2007 09:00 Fagna Sumri með söng. Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í dag. Fréttablaðið/hörður Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng. Yfirskrift tónleikanna er „Heimshornaflakk og heim með Jónasi“ en á efnisskrá þeirra eru lög frá ýmsum heimshornum og „Jónasarlög“ Atla Heimis Sveinssonar sem öll eru samin við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Lög tónskáldsins endurspegla rómantík og trega Listaskáldsins og verða flutt við undirleik hljómsveitar. Heimshornaflakkið ber hlustendur síðan meðal annars til Ítalíu, Þýskalands, Finnlands og Kanada, ásamt Bolero-söng á Spáni og brúðarmarsi í Svíþjóð. Kórinn skipa þrjátíu stúlkur en einsöngvarar úr röðum kórsins verða Berglind Ósk Ásbjörnsdóttir, Bryndís Erlingsdóttir, Erna Karen Óskarsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir og Kristrún Elsa Harðardóttir. Stjórnandi á tónleikunum, sem hefjast kl. 17 í dag, er Margrét Bóasdóttir. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng. Yfirskrift tónleikanna er „Heimshornaflakk og heim með Jónasi“ en á efnisskrá þeirra eru lög frá ýmsum heimshornum og „Jónasarlög“ Atla Heimis Sveinssonar sem öll eru samin við ljóð Jónasar Hallgrímssonar. Lög tónskáldsins endurspegla rómantík og trega Listaskáldsins og verða flutt við undirleik hljómsveitar. Heimshornaflakkið ber hlustendur síðan meðal annars til Ítalíu, Þýskalands, Finnlands og Kanada, ásamt Bolero-söng á Spáni og brúðarmarsi í Svíþjóð. Kórinn skipa þrjátíu stúlkur en einsöngvarar úr röðum kórsins verða Berglind Ósk Ásbjörnsdóttir, Bryndís Erlingsdóttir, Erna Karen Óskarsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir og Kristrún Elsa Harðardóttir. Stjórnandi á tónleikunum, sem hefjast kl. 17 í dag, er Margrét Bóasdóttir.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira