Einyrkinn sem varð að hljómsveit 20. apríl 2007 09:00 Sindri Már Sigfússon Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Seabear kemur út í lok apríl. Morr Music gefur plötuna svo út erlendis. „Platan kemur út hjá bókaútgáfunni Bjarti núna í lok apríl og svo kemur hún út hjá þýska útgáfufyritækinu Morr Music í ágúst,“ segir Sindri Már Sigfússon, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Seabear. „Hún á að heita The Ghost that Carried Us Away.“ Þetta er fyrsta stóra plata sveitarinnar en áður hefur hún gefið út stuttskífuna Singing Arc sem Sindri gaf út sjálfur. Morr Music, sem gefur plötuna út erlendis, er þýskt tónlistarútgáfufyrirtæki sem er mjög virt í jaðartónlistarheiminum. Meðal þeirra sem gefa út hjá Morr eru Benni Hemm Hemm, Múm, Lali Puna, Ms John Soda og Isan þannig að Seabear er þar í góðum félagsskap. Beðinn um að lýsa tónlistinni segir Sindri: „Bara Bruce Springsteen hittir Bon Jovi á fylleríi í Dallas. Nei, það verður einhver annar að sjá um að lýsa henni fyrir mig.“ Forvitnum skal tjáð að tónlistinni hefur meðal annars verið lýst á þann veg að ef þú héldir lítið karnival í kjallaranum hjá ömmu þinni með dansandi kaktus og gamalli blikkandi ljósaseríu, og svo yltu allir saman niður að höfn um nóttina til að dansa og fara í stutta bátsferð, að sjálfsögðu með bæði Bruce og Bon í eftirdragi, þá væri það nokkuð nærri stemningunni í lögunum. Seabear var upphaflega eins manns hljómsveit Sindra en hefur nú stækkað í fjögurra manna band og svo eru líka ýmsir aðrir sem koma að plötunni. Hún ber þó keim af upphafinu. „Vinnu- og upptökuferlið er ekki eins og hjá hefðbundinni hljómsveit, við hittumst ekki og djömmum lögin til heldur hittumst bara og tökum upp í litlu stúdíói sem ég er með, oftast tvö og tvö í einu.“ Hljómsveitin Seabear á tónleikum á Sirkus í Fyrra Seabear þykir afar skemmtilegt tónleikaband en ekki verður mikið um tónleikahald hjá hljómsveitinni til að byrja með. „Guggý býr í Hollandi þannig að það er erfitt að spila mikið á tónleikum, svo er ég líka að vinna í lokaverkefninu í Listaháskólanum.“ Sindri var einmitt staddur þar þegar blaðamaður náði tali af honum en hann stundar nám við myndlistardeild skólans. „Þó er ákveðið að það verða Morr-tónleikar í byrjun júní bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það verðum við og Benni Hemm Hemm og svo einhverjir fleiri sem eru að gefa út hjá Morr, það er ekki alveg komið á hreint hverjir koma, bara einhverjir skemmtilegir.“ Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Fyrsta stóra plata hljómsveitarinnar Seabear kemur út í lok apríl. Morr Music gefur plötuna svo út erlendis. „Platan kemur út hjá bókaútgáfunni Bjarti núna í lok apríl og svo kemur hún út hjá þýska útgáfufyritækinu Morr Music í ágúst,“ segir Sindri Már Sigfússon, einn af meðlimum hljómsveitarinnar Seabear. „Hún á að heita The Ghost that Carried Us Away.“ Þetta er fyrsta stóra plata sveitarinnar en áður hefur hún gefið út stuttskífuna Singing Arc sem Sindri gaf út sjálfur. Morr Music, sem gefur plötuna út erlendis, er þýskt tónlistarútgáfufyrirtæki sem er mjög virt í jaðartónlistarheiminum. Meðal þeirra sem gefa út hjá Morr eru Benni Hemm Hemm, Múm, Lali Puna, Ms John Soda og Isan þannig að Seabear er þar í góðum félagsskap. Beðinn um að lýsa tónlistinni segir Sindri: „Bara Bruce Springsteen hittir Bon Jovi á fylleríi í Dallas. Nei, það verður einhver annar að sjá um að lýsa henni fyrir mig.“ Forvitnum skal tjáð að tónlistinni hefur meðal annars verið lýst á þann veg að ef þú héldir lítið karnival í kjallaranum hjá ömmu þinni með dansandi kaktus og gamalli blikkandi ljósaseríu, og svo yltu allir saman niður að höfn um nóttina til að dansa og fara í stutta bátsferð, að sjálfsögðu með bæði Bruce og Bon í eftirdragi, þá væri það nokkuð nærri stemningunni í lögunum. Seabear var upphaflega eins manns hljómsveit Sindra en hefur nú stækkað í fjögurra manna band og svo eru líka ýmsir aðrir sem koma að plötunni. Hún ber þó keim af upphafinu. „Vinnu- og upptökuferlið er ekki eins og hjá hefðbundinni hljómsveit, við hittumst ekki og djömmum lögin til heldur hittumst bara og tökum upp í litlu stúdíói sem ég er með, oftast tvö og tvö í einu.“ Hljómsveitin Seabear á tónleikum á Sirkus í Fyrra Seabear þykir afar skemmtilegt tónleikaband en ekki verður mikið um tónleikahald hjá hljómsveitinni til að byrja með. „Guggý býr í Hollandi þannig að það er erfitt að spila mikið á tónleikum, svo er ég líka að vinna í lokaverkefninu í Listaháskólanum.“ Sindri var einmitt staddur þar þegar blaðamaður náði tali af honum en hann stundar nám við myndlistardeild skólans. „Þó er ákveðið að það verða Morr-tónleikar í byrjun júní bæði í Reykjavík og á Akureyri. Það verðum við og Benni Hemm Hemm og svo einhverjir fleiri sem eru að gefa út hjá Morr, það er ekki alveg komið á hreint hverjir koma, bara einhverjir skemmtilegir.“
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira