Köngulóarmaðurinn mættur 25. apríl 2007 07:30 James Franco, Kirsten Dunst og Tobey Maguire á Evrópufrumsýningu Spider-Man 3 á Leicester-torgi í London. MYND/Getty Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Kirsten Dunst sem fer með hlutverk Mary Jane gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. Hundruð aðdáenda Köngulóarmannsins fylgdust með stjörnunum ganga eftir rauða dreglinum og fengu þeir aðgangshörðustu eiginhandaráritanir í bókina sína. Myndin hafði áður verið heimsfrumsýnd í Japan við góðar undirtektir. „Ég skemmti mér vel, þetta er stór viðburður og ég er mjög stoltur af þessari mynd," sagði Maguire, sem leikur Pétur Parker, betur þekktan sem Spiderman. Topher Grace, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum That 70´s Show, leikur í þriðju myndinni um Köngulóarmanninn. Hann sagðist ekki útiloka að leika í fjórðu myndinni um þessa vinsælu ofurhetju. „Ég myndi hugleiða það ef handritið væri gott og leikarahópurinn væri sá rétti," sagði hann. Spider-Man 3 verður frumsýnd hér á landi 4. maí næstkomandi og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur Lóa vafalítið spenntir eftir útkomunni. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndin Spider-Man 3 var frumsýnd á Leicester-torgi í London á dögunum með pompi og prakt. Allar stjörnur myndarinnar létu vitaskuld sjá sig, þar á meðal Tobey Maguire og Kirsten Dunst. Kirsten Dunst sem fer með hlutverk Mary Jane gefur aðdáendum sínum eiginhandaráritanir. Hundruð aðdáenda Köngulóarmannsins fylgdust með stjörnunum ganga eftir rauða dreglinum og fengu þeir aðgangshörðustu eiginhandaráritanir í bókina sína. Myndin hafði áður verið heimsfrumsýnd í Japan við góðar undirtektir. „Ég skemmti mér vel, þetta er stór viðburður og ég er mjög stoltur af þessari mynd," sagði Maguire, sem leikur Pétur Parker, betur þekktan sem Spiderman. Topher Grace, sem sló í gegn í sjónvarpsþættinum That 70´s Show, leikur í þriðju myndinni um Köngulóarmanninn. Hann sagðist ekki útiloka að leika í fjórðu myndinni um þessa vinsælu ofurhetju. „Ég myndi hugleiða það ef handritið væri gott og leikarahópurinn væri sá rétti," sagði hann. Spider-Man 3 verður frumsýnd hér á landi 4. maí næstkomandi og bíða hinir fjölmörgu aðdáendur Lóa vafalítið spenntir eftir útkomunni.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira