Vill gullinn hljóðnema 8. maí 2007 07:00 Friðrik samdi framsóknarlagið svokallaða í strætó og segir frumflutning þess vera orðinn hluta af mannkynssögunni. MYND/GVA Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða. Margir hafa gengið út frá því að lag og texti væri eftir Magnús Stefánsson, félagsmálaráðherra, en Friðrik sagðist ekki taka slíkan misskilning nærri sér. „Magnús á frumkvæðið að því að lagið var tekið upp, útsett og gefið út, þannig að hann á jafn mikið í því og ég. Sjálfur er ég reyndar ennþá að velta því fyrir mér hvaðan lagið er stolið,“ sagði hann og hló við. Friðrik er búsettur á Akranesi og tekur iðulega strætó til vinnu í höfuðborginni. Framsóknarlaginu skaut upp kolli hans í slíkri strætóferð að morgni síðasta dags vetrar. „Ég skrifaði textann að viðlaginu í lófatölvuna mína í strætó,“ útskýrði Friðrik. Lagið var svo frumflutt degi síðar, þegar kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins var opnuð á Akranesi. „Konan rak mig af stað með gítarinn að taka prufukeyrslu á laginu. Ég labbaði inn og taldi í og restin er bara orðin hluti af mannkynssögunni,“ sagði hann. Friðrik er framsóknarmaður í húð og hár. „Genetískur. En það hefur ekki brotist út í söng áður,“ sagði hann sposkur. „Reyndar kynntist ég konunni minni á framsóknartónleikum á Hótel Borg fyrir kosningarnar 1987.“ Þessa dagana er Friðrik líka að rifja upp gamla takta með hljómsveitarbræðrum sínum úr menntaskóla, sem strengdu þess heit að koma aftur saman um fertugt. Bassaleikari hljómsveitarinnar reið á vaðið í júní. „Þá gáfum við honum bassa og bassamagnara. Gítarleikarinn varð fertugur í nóvember og fékk gítar og gítarmagnara. Við æfðum líka fyrir afmælið og tróðum upp í veislunni. Það var það vel heppnað að lögreglan mætti,“ sagði Friðrik grafalvarlegur. Hann væntir þess því að fá annaðhvort gítar eða hljómborð að gjöf í dag. „Að minnsta kosti gullsleginn hljóðnema,“ sagði hann og hló við. Friðrik kveðst enn vera að skipuleggja hina eiginlegu afmælisveislu, en dagsetningin er ekki enn komin á hreint. „Í ljósi þessa lags geri ég ráð fyrir að ég sæki um að fá húsnæði Framsóknarflokksins á Hverfisgötunni lánað, svona í skiptum fyrir stefgjöldin,“ sagði hann kíminn.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira