Volta fær góðar viðtökur 8. maí 2007 08:00 Nýjasta plata Bjarkar, Volta, hefur fengið ákaflega góðar viðtökur. Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu. „Þetta er góð innspýting í plötusöluna hérna, sem hefur verið frekar róleg undanfarið." Volta hefur fengið gríðarlega góða dóma bæði í innlendum sem erlendum fjölmiðlum, þar á meðal fjórar stjörnur í Fréttablaðinu, fimm stjörnur í Attitude og fjórar af fimm mögulegum í tímaritunum Mojo og Uncut. Í dómi Uncut segir að Volta sé kraftmesta plata Bjarkar í tíu ár. „Á Volta virðist hún skynja dauðleika sinn. Á sama tíma hefur hún aldrei hljómað jafnlifandi. Ást hennar á börnum, jörðinni og mannkyninu gegnumlykur alla plötuna," segir þar.Almenn spilun á BBCBjörk er um þessar mundir á tónleikaferð um Bandaríkin.Ásmundur er að vonum hæstánægður með þessa prýðilegu dóma. „Hún fær góða dóma í öllum helstu fjölmiðlum heims þannig séð, þar á meðal í Guardian, Independent, í Þýskalandi og í frönsku pressunni. Ég hef engan dóm séð minni en fjórar stjörnur eða minni en 8 af 10 mögulegum."Fyrsta smáskífulag plötunnar, Earth Intruders, hefur jafnframt vakið mikla athygli og er það þegar komið í almenna spilun hjá BBC í Bretlandi. Náði ekkert lag af síðustu tveimur plötum Bjarkar þeim árangri.Yfir tveimur milljónum?Að sögn Ásmundar seldust síðustu tvær plötur Bjarkar, Medúlla og Vespertine, í um einni og hálfri til tveimur milljónum eintaka hvor víðs vegar um heiminn. Býst hann við því að Volta eigi eftir að seljast enn betur. „Miðað við þessa athygli held ég að fólk geti verið bjartsýnt, það er engin spurning."Volta er sjötta hljóðversplata Bjarkar og sú fyrsta síðan Medúlla kom út árið 2004. Tónleikaferð Bjarkar um Bandaríkin er nýhafin og fékk hún afar góða dóma fyrir fyrstu tónleika sína í Radio City Music Hall í New York. Hoppaði hún um sviðið í appelsínugulum kjól og söng lög af Volta í bland við eldri slagara á borð við Joga, Army of Me og The Anchor Song, sem var sungið á íslensku. Taldi greinarhöfundur tónleikana hafa verið þá bestu sem hann hefði séð hingað til með Björk.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira