Feist: The Reminder - Fjórar stjörnur 18. maí 2007 06:00 Mögnuð plata sem veitir manni bæði hugarró og gleði. Nákvæmlega það sem tónlist snýst að svo mörgu leyti um. Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kanadíska söngkonan Feist er án alls vafa ein mest sjarmerandi tónlistarkona sem komið hefur fram síðustu ár. (Leslie) Feist hefur unnið með fjölmörgum frábærum listamönnum að undanförnu og má þar helst nefna Peaches, Kings of Convenience og síðast en ekki síst Broken Social Scene. The Reminder er hins vegar þriðja hljóðversskífa Feist en síðasta breiðskífa hennar, Let it Die, var tekin upp í París og unnin í samstarfi við tónlistarmanninn Gonsalez sem hefur lengi starfað náið með Feist. Let it Die var ekki nógu heilsteypt plata en mörg laganna báru vott um vel ígrundaðar lagasmíðar og sem dæmi er titillag plötunnar með átakanlegustu lögum sem ég hef heyrt á þessum áratug. Lagasmíðar Feist halda áfram að taka skref fram á við á The Reminder og sýna og sanna hversu frábær listamaður Feist er. Ekki einvörðungu hefur hún yfir að ráða stórbrotinni rödd heldur er allur búningur laga hennar virðingarverður. Blandað er saman djassi, blús, bossa nova og jafnvel sálartónlist frá 9. áratugnum og þrátt fyrir að hljóma kunnuglega er Feist nær algjörlega sér á báti. Hún hefur þróað með sér sinn eigin stíl sem er manni jafn kær og vöfflurnar hjá ömmu með heimagerðu rabarbarasultunni. Platan fer um víðan völl, heldur manni alltaf við efnið og er í senn dramatísk, djörf, þægileg, falleg, margslungin, einföld og umfram allt aðlaðandi. Feist heldur hlustandanum þétt að sér allan tímann og gælir við hann. Tónlistarlegt samstarf Feist við Gonsalez virðist innilegt og greinilegt að Gonsalez skilur vel þarfir Feist sem nýtur einnig aðstoðar James Lidell og Mocky en allir þessir tónlistarmenn hafa áður unnið saman. Með þessari plötu hefur Feist komið sér á stall með ekki ómerkari söngkonum en Cat Power og jafnvel PJ Harvey. Platan jaðrar jafnvel við að vera áþekk því besta sem Joni Mitchell sendi frá sér á sínum tíma. Vel gert, Feist. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira