Bíða íslenska afmælisins 26. maí 2007 11:00 Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sagði engin hátíðahöld hér á landi vegna 30 ára afmælis Star Wars, en þó væri ekki enn útséð um þau. MYND/Hari Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum ekki með neitt á okkar snærum, en það er spurning hvort við reynum ekki að gera eitthvað úr þessu á íslenska afmælinu,“ sagði Gísli, en enn eru nokkrir mánuðir í það. „Íslendingar urðu að bíða svolítið lengi eftir þessari mynd, þetta var náttúrulega öðruvísi í gamla daga. Ég held að hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en í október 1978. Ég man að fyrir þrjátíu árum síðan var ég að leika mér í Star Wars leik án þess að hafa séð myndina og alveg að drepast úr spenningi,“ sagði hann. Samkvæmt Gísla er tækifærið til að fagna afmæli Star Wars þó ekki enn runnið úr greipum aðdáenda. „Myndin náði ekki hámarki fyrr en í desember, þegar hún var sýnd í um tvö þúsund sölum. Fyrst var hún bara sýnd í fjörutíu sölum,“ útskýrði Gísli. „Afmælið er út allt árið þannig séð,“ bætti hann við. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur hinna rómuðu Star Wars mynda söfnuðust saman víðsvegar um heim í gær, til að fagna því að þrjátíu ár væri liðin frá frumsýningu fyrstu myndarinnar í bálkinum. Svo var ekki hér á landi. „Það er ekkert í gangi svo ég viti til. Og ég væri væntanlega búinn að heyra af því ef svo væri,“ sagði Gísli Einarsson, eigandi myndasögubúðarinnar Nexus, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum ekki með neitt á okkar snærum, en það er spurning hvort við reynum ekki að gera eitthvað úr þessu á íslenska afmælinu,“ sagði Gísli, en enn eru nokkrir mánuðir í það. „Íslendingar urðu að bíða svolítið lengi eftir þessari mynd, þetta var náttúrulega öðruvísi í gamla daga. Ég held að hún hafi ekki verið frumsýnd fyrr en í október 1978. Ég man að fyrir þrjátíu árum síðan var ég að leika mér í Star Wars leik án þess að hafa séð myndina og alveg að drepast úr spenningi,“ sagði hann. Samkvæmt Gísla er tækifærið til að fagna afmæli Star Wars þó ekki enn runnið úr greipum aðdáenda. „Myndin náði ekki hámarki fyrr en í desember, þegar hún var sýnd í um tvö þúsund sölum. Fyrst var hún bara sýnd í fjörutíu sölum,“ útskýrði Gísli. „Afmælið er út allt árið þannig séð,“ bætti hann við.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira