Sgt. Pepper fertug 1. júní 2007 08:45 Sgt Peppers Lonely Hearts Club Band Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Í dag eru fjörutíu ár síðan hljómplatan Sgt. Pepper‘s Lonely Hearts Club Band kom út. Platan, sem kom upprunalega út á vínyl, var áttunda plata The Beatles og er af flestum talin hafa markað tímamót í efnisvali og hljóðritunartækni poppsins. Ólíkt fyrri plötum með nýjum lögum eftir Lennon, McCartney og Harrison hafði platan yfir sér heildarsvip, en þar voru í bland lög sem vísuðu til fornra tíma og nýrri vandamála ungra sem aldinna. Platan var var miklum mun lengur í vinnslu en fyrri verk The Beatles, tók marga mánuði, sem réðst af því að margrása tæknin sem var enn í bernsku var notuð til hins ítrasta af George Martin og Geoff Emerick í Abbey Road-hljóðverinu. Keimlíkar tilraunir var verið að vinna víðar á vegum hljómsveita á borð við Rolling Stones, Kinks og Beach Boys. Sagan hefur dæmt Bítlunum vinninginn. Platan var heillengi á vinsældalistum og er ótvírætt eitt áhrifamesta safn dægurlaga sem kom út á seinni helmingi síðustu aldar.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira