SSSól lætur aftur á sér kræla 9. júní 2007 09:00 Helgi Björnsson þótti sýna gamalkunna takta á tónleikum SSSól í Borgarleikhúsinu í apríl síðastliðnum MYND/Daníel „Nú erum við komnir úr Borgarleikhúsinu og á NASA þar sem fólk er í aðstöðu til að hreyfa sig, dansa. Við hlökkum mikið til,“ segir Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól, sem verður með tónleika á NASA í kvöld. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem SSSól kemur saman eftir að hafa legið í dvala í nokkurn tíma en á síðasta vetrardag hélt hljómsveitin tvenna vel heppnaða tónleika í Borgarleikhúsinu, í tilefni af tuttugu ára afmæli sveitarinnar. „Eftir þá tónleika fundum við fyrir miklum þrýstingi um að gera eitthvað meira þannig að við ákváðum eiginlega að svara eftirspurninni með þessum hætti,“ segir Helgi. Stórdansleikur SSSól á NASA hefst klukkan 23 og lofar Helgi rífandi stemningu. „Þetta verður vonandi alvöru ball.“ Helgi útilokar ekki að sveitin muni fara á kreik síðar í sumar og viðurkennir að viðbrögðin sem hljómsveitin fékk eftir afmælistónleikana hafi verið framar vonum. „Það er ekkert planað í þá áttina en ég ætla ekki að þvertaka fyrir neitt. Við höfðum virkilega gaman af stemningunni sem myndaðist og þó svo að við höfum engu gleymt hafði fólkið heldur engu gleymt. Auðvitað kveikir það aðeins í manni.“ Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Nú erum við komnir úr Borgarleikhúsinu og á NASA þar sem fólk er í aðstöðu til að hreyfa sig, dansa. Við hlökkum mikið til,“ segir Helgi Björnsson, söngvari hljómsveitarinnar Síðan skein sól, sem verður með tónleika á NASA í kvöld. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem SSSól kemur saman eftir að hafa legið í dvala í nokkurn tíma en á síðasta vetrardag hélt hljómsveitin tvenna vel heppnaða tónleika í Borgarleikhúsinu, í tilefni af tuttugu ára afmæli sveitarinnar. „Eftir þá tónleika fundum við fyrir miklum þrýstingi um að gera eitthvað meira þannig að við ákváðum eiginlega að svara eftirspurninni með þessum hætti,“ segir Helgi. Stórdansleikur SSSól á NASA hefst klukkan 23 og lofar Helgi rífandi stemningu. „Þetta verður vonandi alvöru ball.“ Helgi útilokar ekki að sveitin muni fara á kreik síðar í sumar og viðurkennir að viðbrögðin sem hljómsveitin fékk eftir afmælistónleikana hafi verið framar vonum. „Það er ekkert planað í þá áttina en ég ætla ekki að þvertaka fyrir neitt. Við höfðum virkilega gaman af stemningunni sem myndaðist og þó svo að við höfum engu gleymt hafði fólkið heldur engu gleymt. Auðvitað kveikir það aðeins í manni.“
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Stórbrotnar íbúðir í Skipholtinu Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira