Ampop notar Star Wars-tækni 10. júní 2007 09:00 Hljómsveitin Ampop studdist við „green screen“ tækni í sínu nýjasta myndbandi. Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Ampop notaðist við svokallaða „green screen“ tækni við upptökur á nýjasta myndbandi sínu við lagið Gets Me Down. Er það að finna á plötunni Sail to the Moon sem kom út fyrir síðustu jól. Æskufélagi Birgis og Kjartans úr Ampop, Arnar Ívarsson, leikstýrði myndbandinu. „Hann er búinn að vera frá blautu barnsbeini ofboðslegur Star Wars-aðdáandi. Hann hefur verið að gera litlar myndir sem styðjast við sömu tæknibrellur. Það má segja að hann sé af tækniskólanum,“ segir Birgir. „Það var ákveðið að fara þessa „green screen“ leið sem er sama tækni og er notuð af Spielberg og félögum, þannig að við vorum í góðum höndum.“ Að sögn Birgis tóku upptökur á myndbandinu einn dag en eftirvinnslan tók töluvert lengri tíma en þeir félagar bjuggust við. „Smáskífan kom út í lok nóvember í fyrra og við ætluðum að ná þessu upp úr áramótunum en tæknivinnan og metnaður leikstjórans var svo mikill að þetta var bara að detta inn í seinustu viku.“ Birgir tekur þó fram að biðin hafi verið þess virði og rúmlega það. „Ég er alltaf að ganga sama veginn í myndbandinu en textinn fjallar um endurtekningarnar í lífinu, að festast í sama farinu og ná sér ekki út úr því. Viedóið gengur út á það.“ Ampop spilar hérna heima á þjóðhátíðardaginn 17. júní og seinna í sumar stefnir sveitin á tónleikahald í Manchester og hugsanlega í London.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira