Aðgerða er þörf á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 13. júní 2007 05:00 Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun