Bítlarnir vinsælir austan hafs og vestan 23. júní 2007 08:00 Bítlarnir fyrrverandi eru enn gífurlega vinsælir, þrátt fyrir að tveir þeirra séu látnir. Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. McCartney, sem hélt upp á 65 ára afmælið sitt 18. júní, er í þriðja sæti á Billboard-listanum með nýjustu sólóplötu sína Memory Almost Full. Í níunda sæti er tvöföld safnplata The Traveling Wilburys, fyrrum hljómsveitar George Harrison og í því fimmtánda er góðgerðarplatan Instant Karma, sem hefur að geyma útgáfur ýmissa hljómsveita á lögum Johns Lennon. Sextán ár eru liðin síðan The Traveling Wilburys átti plötu á Billboard-listanum. Fyrsta plata sveitarinnar fór hæst í þriðja sætið á listanum eftir að hún kom út 1988 en sú næsta, sem var gefin út eftir dauða Roy Orbison, fór hæst í ellefta sætið. Hún kom út árið 1990. Í Bretlandi fór plata The Traveling Wilburys beint í efsta sætið. Plata McCartneys er í tíunda sæti og safnplatan Lennons Legend - The Very Best of fór í 30. sætið sína fyrstu viku á lista. Platan Instant Karma kemur út þar í landi á miðvikudag. Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Plötur með lögum eftir Bítlana fyrrverandi, Paul McCartney, George Harrison og John Lennon, eru allar á lista yfir fimmtán vinsælustu plötur Bandaríkjanna. McCartney, sem hélt upp á 65 ára afmælið sitt 18. júní, er í þriðja sæti á Billboard-listanum með nýjustu sólóplötu sína Memory Almost Full. Í níunda sæti er tvöföld safnplata The Traveling Wilburys, fyrrum hljómsveitar George Harrison og í því fimmtánda er góðgerðarplatan Instant Karma, sem hefur að geyma útgáfur ýmissa hljómsveita á lögum Johns Lennon. Sextán ár eru liðin síðan The Traveling Wilburys átti plötu á Billboard-listanum. Fyrsta plata sveitarinnar fór hæst í þriðja sætið á listanum eftir að hún kom út 1988 en sú næsta, sem var gefin út eftir dauða Roy Orbison, fór hæst í ellefta sætið. Hún kom út árið 1990. Í Bretlandi fór plata The Traveling Wilburys beint í efsta sætið. Plata McCartneys er í tíunda sæti og safnplatan Lennons Legend - The Very Best of fór í 30. sætið sína fyrstu viku á lista. Platan Instant Karma kemur út þar í landi á miðvikudag.
Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Eliza Reid efst á bóksölulistanum Menning Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira