Akstur er dauðans alvara 27. júní 2007 07:00 Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Einelti og heilsufar barna Teitur Guðmundsson Fastir pennar Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Geldfiskur er málið Bubbi Morthens Skoðun Skoðun Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Sjá meira
Fyrstu mánuðir þessa árs lofa ekki góðu ef skoðuð er þróun alvarlegra umferðarslysa sem hafa tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra. Nú er verið að leggja síðustu hönd á skýrlu Rannsóknarnefndar umferðarslysa og hef ég fyrir satt að fjölmörg dauðaslys í umferðinni á síðasta ári megi beinlínis rekja til ofsaaksturs eða of mikils hraða miðað við aðstæður. Ég hef stundum haldið því fram, við misgóðar undirtektir, að til séu hraðafíklar hér á landi. Það hugtak skilgreini ég sem svo að viðkomandi einstaklingar séu háðir þeirri spennu sem felst í því að aka hratt, hvert sem ökutækið kann að vera. Slíkir einstaklingar eru mjög hættulegir öðrum vegfarendum og ættu viðurlög við ofsaakstri í umferðinni að vera mun strangari en nú þekkist. Þegar slíkur akstur leiðir af sér örkuml eða dauða er varla hægt að tala um slys. Slíkur glæpur getur ekki talist annað en tilræði við saklausa borgara og ætti refsing að vera samkvæmt því. Almenn hegningarlög geyma ákvæði sem taka á slíkum ökuníðingum og ætti að beita þeim lagaákvæðum skilyrðislaust í slíkum tilfellum. Afbrot sem eiga sér stað með fulltingi ökutækis eru oft ekki eins hart dæmd og önnur afbrot í samfélaginu. Ofsaakstur er því jafn alvarlegt brot og ofbeldisbrot, ef aksturinn leiðir af sér líkamstjón. Þar gildir einu hvort notað er löglegt samgöngutæki eða annað tæki til verknaðarins.Gleði og uggur í brjósi.Það sem af er þessu ári hafa tveir látist af völdum umferðarslysa á Íslandi. Sú tala er mun lægri en á sama tíma undanfarin ár en segir þó engan veginn alla söguna, eins og tölur yfir mikið slasaða sanna. Oft er það tilviljun ein hvoru megin móðu fórnarlömbin lenda og í mörgum tilfellum fylgir ævilöng fötlun í formi heila- og/eða mænuskaða.Ég bæði gleðst og á sama tíma setur að mér ugg þegar ég ek framhjá klesstu bílunum á Hellisheiði og sé töluna 2 yfir þá sem látist hafa í umferðinni það sem af er árinu; gleði vegna þess að ekki hafi fleiri látist en uggurinn vakir í brjósti mér þegar ég hugsa til meðaltalsfjölda látinna undanfarin ár sem er því miður nálægt 24. Það segir mér að líkur eru á fleiri banaslysum í umferðinni á þessu ári. En það er fráleitt nokkuð náttúrulögmál að banaslysin og önnur alvarleg slys í umferðinni þurfi alltaf að vera nálægt meðaltalinu. Því getum við sannarlega breytt með því að líta í eigin barm, aka á skynsamlegum hraða, aldrei undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og alltaf með öryggisbúnað spenntan í bílnum. Ef við hefðum aðeins þessar þrjár gullnu reglur í huga í umferðinni, myndi alvarlegum slysum fækka um 90%! Það þarf ekki meira til. Almennir vegfarendur verða einnig að vera vel á verði gagnvart lögbrjótum umferðarinnar og tilkynna skilyrðislaust til löglunnar ef þeir verða varir við greinilegt tilræði við saklaust fólk í formi ofsa- eða ölvunaraksturs.Þyrlulöggæsla gegn ökuníðingum.Nú er árið hálfnað og enn eru stærstu ferðahelgar ársins framundan. Kraftmiklum bílum og vélhjólum hefur fjölgað mikið í umferðinni og því miður er ofsaakstur alltof áberandi. Um það geta allir vitnað sem eiga leið um þjóðvegina. Til þess að sporna við slíkum glæpum, því glæpi við ég kalla það, þarf að koma til öflug umferðarlöggæsla og það ekki einungis á jörðu niðri, heldur líka úr lofti; þ.e. úr þyrlu. Reynsla af þyrlulöggæslu lögreglu og Landhelgisgæslu árið 1993 var mjög góð og nýttist vel til hraðamælinga úr lofti. Þyrlan gefur möguleika á að fylgja ökuníðingum eftir án þess að þeir verði þess varir og taka háttsemi þeirra upp á myndband að auki. Þannig er dregið úr hættunni sem felst í eftirför lögreglu auk þess sem hægt er að fylgjast með umferðarlagabrotum sem eiga sér stað utan alfaraleiða, t.d. ölvunarakstri í óbyggðum og náttúruspjöllum af völdum ökutækja. Á þessu eina ári sem tilraunaverkefni lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar stóð yfir, tókst m.a. að uppræta ólöglegan akstur léttra bifhjóla um göngu- og reiðstíga í úthverfum á höfuðborgarsvæðinu. Erfitt reyndist að hafa hendur í hári þeirra þeystust eftir þessum stígum og eftirför lögreglu á venjulegum ökurækjum, var nánast vonlaus. Úr þyrlunni gátu lögreglumenn fylgst með ferðum hjólanna heim að tilteknum húsum og síðan voru eigendur heimsóttir síðar og þeir, eða forráðamenn þeirra, látnir sæta ábyrgð. Nú er lag. Göngum áfram í takt við hjúkrunarfræðingana sem áttu frumkvæðið að áhrifaríkri og fjölmennri göngu gegn slysum í gær. Verum minnug þess að akstur er dauðans alvara. Höfundur er forvarnarfulltrúi VÍS.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar