„..frá því ég gat haldið á skærum“ 5. júlí 2007 02:30 Sigríður með verk sín en hún hefur sett saman klippimyndir frá því að hún var barn. Fréttablaðið /Hrönn Borin verða upp þau nýmæli í versluninni og menningarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verður uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Að þessu sinni sýnir Sigríður 31 klippimynd sem hún hefur unnið að síðastliðið ár. Viðfangsefnið spannar allt litróf mannlífsins og bera myndirnar nöfn eins og Fuglaútópía, Skakki turninn á Íslandi, Knús er hollt, Mammon og Sápukúlur. Þetta er önnur einkasýning Sigríðar, sem er á áttræðisaldri. Á sýningu Sigríðar í 12 Tónum í fyrra seldust allar myndir hennar upp á innan við tíu mínútum og fengu færri en vildu. Það má því búast við að heitt verði í kolunum á föstudaginn því Sigríður á sér marga og sanna aðdáendur.LífshlaupiðSigríður Níelsdóttir tónlistar- og myndlistarkona, tímamót, 12 tónarLífsferill Sigríðar er um margt sérstakur: Eins og hún segir sjálf: „Rætur mínar liggja til tveggja landa. Faðir minn var Dani, móðir mín Þjóðverji. Ég fæddist í Kaupmannahöfn 25. febrúar 1930 og ólst upp þar. Það var mikil músík í kringum okkur. Faðir minn og bróðir spiluðu á fiðlu en móðir mín og við systurnar tvær lærðum á píanó. Það gamla hljóðfæri er nú á heimili systursonar míns. Mamma söng oft við hússtörfin og við systurnar sungum oft við uppþvottinn á kvöldin og skemmtum okkur prýðilega.Ég hugsa að ég hafi erft sönggleðina frá mömmu. Það var sungið í skólanum, í kirkjunni og í K.F.U.K., og svo var það útvarpið sem veitti okkur ríkulega af fallegri tónlist. Sem barn átti ég litla leirflautu og munnhörpur hef ég átt margar, á reyndar eina núna. Ég reyndi að spila á gítar en náði ekki tökum á því. 17 ára gömul keypti ég harmónikku, sem ég hafði með þegar ég fór til Íslands 1949, en ég varð að hætta við að spila á hana vegna bakveiki. 1960 var mér gefið gamalt stigið orgel, sem ég notaði um árabil. Síðan keypti ég mér rafmagnsorgel."Brasilíuför„1989 fór ég til Brasilíu og þar keypti ég mitt fyrsta, og síðar annað hljómborð. Þau skildi ég eftir þegar ég fór heim til Íslands 1997. Eitt af því fyrsta sem ég keypti hér var nýtt hljómborð, sem er nú bara galdratæki, sem gefur manni möguleika á að spila á öll möguleg hljóðfæri sem hjartað girnist. 2004 keypti ég það hljómborð sem ég á núna. Ég get ekki hugsað mér hvernig lífið væri án tónlistar! Klippimyndir hef ég gert alla ævi eða frá því ég gat haldið á skærum, en þær myndir sem ég sýni nú hef ég unnið að síðastliðið ár."Mikilvirkur tónlistarmaðurSigríður hefur sent frá sér 58 geisladiska á undanförnum sjö árum, og hefur vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis fyrir frumlega og einlæga tónlist sína. Umfjöllun um hana hefur birst í fjölmiðlum í Danmörku, Þýskalandi, Portúgal, Finnlandi, Póllandi og Japan svo nokkur dæmi séu tekin. Þá er vinna við nýja íslenska heimildarmynd um Sigríði í fullum gangi en umsjón hennar er í höndum Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur (Kira Kira) og Orra Jónssonar í Slowblow. Sýningin stendur frá 6. júlí til 1. september. Allir eru velkomnir en á opnuninni frá 16-18 í dag verða á boðstólum kaffi og með því að íslenskum sið. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borin verða upp þau nýmæli í versluninni og menningarsetrinu 12 Tónum á næstu vikum að þar verður uppi myndlistarsýning: Það er listakonan Sigríður Níelsdóttir sem sýnir þar klippimyndir. Að þessu sinni sýnir Sigríður 31 klippimynd sem hún hefur unnið að síðastliðið ár. Viðfangsefnið spannar allt litróf mannlífsins og bera myndirnar nöfn eins og Fuglaútópía, Skakki turninn á Íslandi, Knús er hollt, Mammon og Sápukúlur. Þetta er önnur einkasýning Sigríðar, sem er á áttræðisaldri. Á sýningu Sigríðar í 12 Tónum í fyrra seldust allar myndir hennar upp á innan við tíu mínútum og fengu færri en vildu. Það má því búast við að heitt verði í kolunum á föstudaginn því Sigríður á sér marga og sanna aðdáendur.LífshlaupiðSigríður Níelsdóttir tónlistar- og myndlistarkona, tímamót, 12 tónarLífsferill Sigríðar er um margt sérstakur: Eins og hún segir sjálf: „Rætur mínar liggja til tveggja landa. Faðir minn var Dani, móðir mín Þjóðverji. Ég fæddist í Kaupmannahöfn 25. febrúar 1930 og ólst upp þar. Það var mikil músík í kringum okkur. Faðir minn og bróðir spiluðu á fiðlu en móðir mín og við systurnar tvær lærðum á píanó. Það gamla hljóðfæri er nú á heimili systursonar míns. Mamma söng oft við hússtörfin og við systurnar sungum oft við uppþvottinn á kvöldin og skemmtum okkur prýðilega.Ég hugsa að ég hafi erft sönggleðina frá mömmu. Það var sungið í skólanum, í kirkjunni og í K.F.U.K., og svo var það útvarpið sem veitti okkur ríkulega af fallegri tónlist. Sem barn átti ég litla leirflautu og munnhörpur hef ég átt margar, á reyndar eina núna. Ég reyndi að spila á gítar en náði ekki tökum á því. 17 ára gömul keypti ég harmónikku, sem ég hafði með þegar ég fór til Íslands 1949, en ég varð að hætta við að spila á hana vegna bakveiki. 1960 var mér gefið gamalt stigið orgel, sem ég notaði um árabil. Síðan keypti ég mér rafmagnsorgel."Brasilíuför„1989 fór ég til Brasilíu og þar keypti ég mitt fyrsta, og síðar annað hljómborð. Þau skildi ég eftir þegar ég fór heim til Íslands 1997. Eitt af því fyrsta sem ég keypti hér var nýtt hljómborð, sem er nú bara galdratæki, sem gefur manni möguleika á að spila á öll möguleg hljóðfæri sem hjartað girnist. 2004 keypti ég það hljómborð sem ég á núna. Ég get ekki hugsað mér hvernig lífið væri án tónlistar! Klippimyndir hef ég gert alla ævi eða frá því ég gat haldið á skærum, en þær myndir sem ég sýni nú hef ég unnið að síðastliðið ár."Mikilvirkur tónlistarmaðurSigríður hefur sent frá sér 58 geisladiska á undanförnum sjö árum, og hefur vakið verðskuldaða athygli hér heima og erlendis fyrir frumlega og einlæga tónlist sína. Umfjöllun um hana hefur birst í fjölmiðlum í Danmörku, Þýskalandi, Portúgal, Finnlandi, Póllandi og Japan svo nokkur dæmi séu tekin. Þá er vinna við nýja íslenska heimildarmynd um Sigríði í fullum gangi en umsjón hennar er í höndum Kristínar Bjarkar Kristjánsdóttur (Kira Kira) og Orra Jónssonar í Slowblow. Sýningin stendur frá 6. júlí til 1. september. Allir eru velkomnir en á opnuninni frá 16-18 í dag verða á boðstólum kaffi og með því að íslenskum sið.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira