Kokkteilkvartett í góðu grúvi 10. júlí 2007 01:15 Með kokkteilbandinu er hún í fyrsta sinn að syngja eitthvað annað en eigin lög. Fréttablaðið/Hörður Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lára Rúnarsdóttir syngur í nýju „kokkteilbandi“ sem ber heitið Kvartett Jakobs Smára Magnússonar. Vignir Guðjónsson fékk að vita meira um málið. „Við köllum þetta kokkteilband því það er ákveðinn fílingur yfir þessari tónlist. Við erum að spila gömul eighties-lög og setjum þau í nýjan búning eftir eigin höfði. Úr verður svolítið sérstakt en mjög gott grúv,“ segir Lára en æfingar hjá sveitinni hafa staðið yfir síðustu vikur. Kvartettinn er hugarfóstur bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar og því fær hans nafn að njóta sín í titli kvartettsins. „Hann er forsprakkinn og hugmyndasmiður á bak við þetta allt saman. Hann sér um að velja lög og heldur þessu saman. Algjör snillingur,“ segir Lára. Auk þeirra tveggja spilar Pétur Hallgrímsson á gítar og Arnar Gíslason, unnusti Láru, lemur húðir. Söngkonan segir samstarfið með kærastanum ganga mjög vel. „Þetta gengur mjög vel hjá okkur og enginn ágreiningur hefur komið upp. Ég held að það fari bara vel saman að vera með kærastanum í hljómsveit,“ segir Lára og hlær. Enn sem komið er hefur kvartettinn ekki komið fram opinberlega en fram undan er spilamennska í mannfögnuðum af ýmsu tagi. „Við erum að leggja lokahönd á prógramið og förum þá af stað fyrir alvöru,“ segir Lára.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira