Bubbi og Nylon saman á sviði 12. júlí 2007 07:00 Einar Bárðarson skipuleggur afmælistónleika fyrir Kaupþing. Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst. Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins hyggst Kaupþing blása til mikillar veislu á 25 ára afmæli fyrirtækisins síðar í sumar. Kaupþing hefur fengið sjálfan umboðsmann Íslands, Einar Bárðarson, til að skipuleggja stórtónleika sem fara fram annaðhvort á Miklatúni, Laugardalsvelli eða Nauthólsvík en líklegast verður að teljast að Miklatún verði fyrir valinu enda sýndi það sig með Sigur Rósar-tónleikunum að grasflöturinn hentar vel fyrir slíka viðburði. Tónleikarnir fara fram á sjálfan afmælisdaginn eða 17. ágúst. Undirbúningur hefur verið í gangi í þónokkuð langan tíma en mikil leynd hvílir yfir verkefninu. Nokkrir staðir hafa komið til greina við skipulagninguna og þá er það síður en svo létt verk að fá til liðs við sig alla fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar á einum degi. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta mál að svo stöddu,“ sagði Einar Bárðarson og var þögull sem gröfin. Sama var upp á teningnum hjá Benedikt Sigurðssyni,upplýsingafulltrúa Kaupþings, sem vildi ekkert láta hafa eftir sér. „Kaupþing verður 25 ára í ágúst, það er rétt, en hvað við ætlum að gera er algjört hernaðarleyndarmál.“ Enginn aðgangseyrir verður á tónleikana heldur hyggst Kaupþing bjóða íslensku þjóðinni. Til stendur að byggja eitt stærsta svið sem sögur fara af í íslenskri tónlistarsögu og verður ekkert til sparað og bæði hljóð- og ljósakerfi verða með því öflugustu sem um getur. Heimildir Fréttablaðsins herma að tónlistarfólk á borð við Nylon, Lay Low og Stuðmenn hafi þegar gefið vilyrði fyrir að spila á tónleikunum og komi því til með að trylla lýðinn. Þá mun sjálfur Bubbi Morthens einnig stíga á svið ef allt gengur samkvæmt óskum. Enn á þó fjöldi íslenskra tónlistarmanna eftir að gefa svar og því má reikna með mikilli tónlistarveislu um miðjan ágúst.
Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira