Að hlúa að sprotum Árni Páll Árnason skrifar 15. júlí 2007 00:01 Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Palestína Í meira en hálfa öld hefur „ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs“ verið eitt helsta fréttaefni af vettvangi alþjóðamála. Eftir að lokaviðræður um frið fóru út um þúfur árið 2000 hófst á ný uppreisn á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna og samhliða hertu Ísraelsmenn á hernámstökum sínum á svæðunum. Aðgangsharka Ísraelsmanna hefur grafið undan fylgi við hófsöm stjórnmálaöfl meðal Palestínumanna. Ástandið í Palestínu er nú afar viðkvæmt. Palestínumenn búa við vonleysi og óbeit á hernámsvaldinu.Vonleysi elur af sér öfgastefnur og ofbeldi. Ný ríkisstjórn Palestínumanna er völt í sessi og þarf að geta bætt kjör og aðstæður venjulegs fólks og bundið endi á óvissu, ótta og óöryggi. Því skiptir miklu að þjóðir heims vinni hratt og vel að því að binda Ísraelsmenn og palestínsk stjórnvöld við raunhæfa friðaráætlun og hefji nú þegar efnahagslega uppbyggingu á herteknu svæðunum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra heimsækir nú Palestínu. Hún mun í heimsókninni fá beina og milliliðalausa sýn á stöðu mála og leggja þannig grunninn að vandaðri stefnumörkun íslenskra stjórnvalda í málefnum Palestínu. Utanríkisráðherra hefur þegar rætt stöðu mála í Palestínu við utanríkisráðherra Noregs, en Norðmenn hafa um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki í friðarumleitunum þar. Þegar utanríkisráðherra kemur heim frá Palestínu mun hún gefa utanríkismálanefnd skýrslu um heimsókn sína og viðræður við erlend starfssystkin. Í kjölfar þess er óskandi að víðtæk samstaða náist í utanríkismálanefnd um aðgerðaáætlun Íslands í málefnum Palestínu, enda löng hefð fyrir víðtækri samstöðu á Alþingi um stefnumörkun í málefnum Palestínu. Mestu skiptir að við styðjum við pólitíska og efnahagslega uppbyggingu í Palestínu. Það er gömul saga og ný að ef friðflytjendur eru þess ekki umkomnir að bæta kjör fólks og breyta aðstæðum þess til hins betra, eykst spurn eftir boðberum öfga og haturs. Það er verkefni okkar allra að styðja við sprota vonar og uppbyggingar í Palestínu. Höfundur er varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar