Perez fílar Pál Óskar 22. júlí 2007 05:45 Nýjasta myndbandi söngvarans góðkunna var póstað á einu frægasta slúðurbloggi heims, bloggi Perez Hiltons. Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Páll Óskar Hjálmtýsson fékk sína fimmtán mínútna frægð í bandaríska slúðurheiminum á fimmtudaginn þegar slúðurbloggarinn Perez Hilton póstaði nýjasta myndbandi Palla, við lagið Allt fyrir ástina, á síðunni sinni. Perez, sem segist sjálfur vera „The queen of all media", var ansi ánægður með myndbandið og setti það í flokkinn „Gay, Gay, Gay". Einnig bætti hann því við að hann skildi ekki orð sem Palli segði í myndbandinu en það væri samt „svo hallærislega skemmtilegt". Hann er greinilega pínulítið skotinn í íslenska töffaranum. Fjöldamörg komment komu á færsluna þar sem flestir lýstu ánægju sinni á hinum íslenska diskópoppara og þótti sumum rauður glansbúningur hans minna á latexbúninginn sem Britney Spears klæddist í myndbandinu Oops, I did it Again. Páll Óskar getur haldið upp á slúðurfrægð sína í kvöld enda mun hann koma fram á Nasa þar sem verður haldið partí í boði orkudrykkjarins Burn. Spurning hvort nýjasti aðdáandi hans, Perez Hilton, verði á staðnum. Húsið verður opnað klukkan 23 og kostar einungis þúsund krónur inn.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira