Safnplata á leiðinni 31. júlí 2007 05:45 Sigur Rós á tónleikum í Ólafsvík í fyrra. Safnplata frá sveitinni er væntanleg 5. nóvember. mynd/kóó Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“ Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós gefur út safnplötuna Hvarf-Heim hinn 5. nóvember, sama dag og tónleikamynd sveitarinnar Heima kemur út. Plötunni verður skipt í tvo hluta. Á fyrri hlutanum, Hvarf, verða þrjú áður óútgefin lög sem nefnast Salka, Hljómalind og Í gær. Einnig verður þar endurhljóðblönduð útgáfa af laginu Von af plötunni Vonbrigði. Á síðari hluta safnplötunnar, Heim, verða sex lög í órafmögnuðum útgáfum. Heita þau Samskeyti, Starálfur, Vaka, Ágætis byrjun, Heysátan og Von. „Við völdum lög sem voru í miklu uppáhaldi hjá okkur,“ sagði Orri Páll Dýrason trommari í spjalli við heimasíðu breska tónlistartímaritsins NME. Tónleikamyndin var tekin upp víðs vegar um Ísland á síðasta ári, þar á meðal á Klambratúni og í Ásabyrgi, og er hennar beðið með mikilli eftirvæntingu. „Það var gaman að spila á þessum tónleikum, sérstaklega fyrir framan vini okkar,“ sagði Orri. „Stundum spiluðum við á stórum tónleikum en við spiluðum líka á litlum svæðum sem voru mjög falleg.“
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira