Rokkveisla og pylsuát á Dillon 18. ágúst 2007 03:30 Lights on the Highway er á meðal þeirra hljómsveita sem koma fram á tónleikum Reykjavík FM á Dillon. Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Útvarpsstöðin Reykjavík FM ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í hátíðarhöldunum á menningarnótt og hefur ákveðið að blása til stórtónleika í bakgarði skemmtistaðarins Dillon á laugardag. „Við erum búnir að standa fyrir nokkrum grillveislum með „live" músík á Dillon í sumar og ætlum að klára þetta með stæl," segir Franz Gunnarsson, framkvæmdastjóri Reykjavík FM. Franz Gunnarsson lofar rokki og róli af bestu gerð. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og standa yfir fram á kvöld en segja má að þeir séu í raun tvískiptir. Fram til kl. 18 munu ungar og upprennandi hljómsveitir fá að spreyta sig en frá kl. 19 munu stóru nöfnin stíga á sviðið í bakgarðinum og bjóða upp á „ókeypis rokk og ról af bestu gerð" eins og Franz orðar það. Jeff Who?, Lights on the highway og Mínus eru á meðal þeirra sveita sem stíga á stokk. Í millitíðinni fer síðan fram fyrsta Íslandsmótið í pylsuáti en undankeppnir hafa verið haldnar hjá útvarpsstöðinni út vikuna. Þeir sem sköruðu fram úr þar munu etja kappi á Dillon og reyna að torga sem flestum pylsum á 12 mínútum. „Það er vel við hæfi að þetta mót skuli fara fram á menningarnótt því pylsur skipa stóran menningarlegan sess á meðal þjóðarinnar," segir Franz. Þess má geta að heimsmetið í pylsuáti eru 66 pylsur á 12 mínútum. „Það er náttúrulega bara rugl en menn munu eflaust gera heiðarlega tilraun til að slá það met," segir Franz.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira