Private Cinema - Slaraffenland - Fjórar stjörnur Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar 20. ágúst 2007 05:00 Grófkennd en meitluð áferð plötunnur minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Segir samt ákveðna og sterka sögu. Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Baunverjar í draumalandiDanir hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu í tónlistinni eins og áður hefur kom fram hér í Fréttablaðinu og er sveitin Slaraffenland ein besta sönnun þess. Sveitin er á mála hjá smávöxnu plötufyrirtæki í Bandaríkjunum en heyrir einnig undir plötufyrirtæki dönsku sveitarinnar Efterklang, Rumraket að nafni. Nafnið Slaraffenland þýðir, samkvæmt sveitinni, hunangs- og mjólkurlandið. Sú goðsögulega útópía á rætur sínar að rekja til miðalda og átti að vera laust við alla illsku þess tíma. Grimm-bræður endursögðu ævintýrið um landið (Schlaraffenland á þýsku en Cockaigne á ensku) í þjóðsögum sínum.Andstæður miðalda koma kannski ekki mikið við sögu í tónlist Slaraffenland en bæði þessi fyrirbæri eiga það sameiginlegt að vera hádramatísk og á tímum blóðug. Fyrsta lag plötunnar, Sleep Tight, dregur saman öll lykileinkenni sveitarinnar. Byrjar á tregafullum, harðsvíruðum og taktföstum trommuslætti sem blandast við draumkennda gítartóna sem minna á sveitir shoegaze-tímabilsins. Þegar söngurinn tekur að óma dettur manni strax sveitin Animal Collective í hug. Loks tekur við ylhýr kafli sem breytist svo í enn annan kafla sem er mjög í anda Broken Social Scene, með brassi og öllu tilheyrandi. Næsta lag á eftir ýtir svo enn meira undir þann kanadísk ættaða grun.Þannig sveiflast tónlist Slaraffenland frá hægri til vinstri, upp og niður, en aldrei út í öfgar. Tónlistin hefur mjög grófkennda en meitlaða áferð sem minnir helst á margrætt listaverk sem erfitt er að rýna í. Verkið segir samt ákveðna sögu með heillandi áhrifum.Bestu lög plötunnar eru jafnframt þau lengstu enda nýtast skilningarvit meðlima Slaraffenland (sjö talsins, þar á meðal eineggja tvíburabræður) best þar. Helst eru það stuttu millilögin sem virka á tímum hálf tilgangslaus og jafnvel án stefnu. Þau haldast samt innan rammans, flækjast ekki of mikið fyrir manni og fljótt áttar maður sig á hlutverkum þeirra í þessu margslungna listaverki.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira