Syngja til heiðurs George Michael 23. ágúst 2007 06:45 Friðrik Ómar og Jógvan ætla að syngja lög George Michael á Broadway í vetur. Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael. „Hann er einn okkar uppáhaldssöngvari. Hann er að fagna 25 ára söngvaraafmæli á þessu ári og við ætlum að taka efni allt frá því hann byrjaði og þar kemur Wham! sterkt inn.“ Endurbætur standa yfir á Broadway fyrir komandi vetur og er meðal annars verið að mála húsið til að koma því í nútímalegra form. „Broadway kom og talaði við mig í vor og bað mig um að setja þetta upp,“ segir Friðrik. „Þetta hefur ekki verið gert áður hérna heima og Broadway er eini staðurinn sem býður upp á svona flott „sjóv“. Þarna verður góður matur og ball á eftir með Eurobandinu.“ Sigrún Birna Blomsterberg verður danshöfundur sýningarinnar og munu alls átta dansarar láta ljós sitt skína. Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson. Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Söngvararnir Friðrik Ómar og Jógvan Hansen verða aðalnúmerin á skemmtisýningu á Broadway til heiðurs George Michael og hljómsveitinni Wham! Sýningin hefst þann 27. október og verður öllu tjaldað til. „Þetta verður flottasta „sjóvið“ sem hefur verið sett þarna upp,“ segir Friðrik Ómar, sem er mikill aðdáandi George Michael. „Hann er einn okkar uppáhaldssöngvari. Hann er að fagna 25 ára söngvaraafmæli á þessu ári og við ætlum að taka efni allt frá því hann byrjaði og þar kemur Wham! sterkt inn.“ Endurbætur standa yfir á Broadway fyrir komandi vetur og er meðal annars verið að mála húsið til að koma því í nútímalegra form. „Broadway kom og talaði við mig í vor og bað mig um að setja þetta upp,“ segir Friðrik. „Þetta hefur ekki verið gert áður hérna heima og Broadway er eini staðurinn sem býður upp á svona flott „sjóv“. Þarna verður góður matur og ball á eftir með Eurobandinu.“ Sigrún Birna Blomsterberg verður danshöfundur sýningarinnar og munu alls átta dansarar láta ljós sitt skína. Tónlistarstjóri verður Þórir Úlfarsson.
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira