Tónleikaferð lokið 28. ágúst 2007 08:30 Rokkararnir síungu í The Rolling Stones hafa lokið tónleikaferð sinni um heiminn. AFP Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin The Rolling Stones hefur lokið "A Bigger Bang"-tónleikaferð sinni um heiminn sem hefur staðið yfir í tvö ár. Orðrómur hefur verið á kreiki um að þetta sé síðasta tónleikaferð sveitarinnar, enda Jagger, Richards og félagar komnir vel á sjötugsaldurinn. Jagger var þó spar á yfirlýsingarnar á lokatónleikunum sem voru haldnir í London. Þakkaði hann einfaldlega öllum þeim sem komu og hlustuðu á sveitina fyrir að hafa staðið með þeim félögum þótt ýmislegt hafi gengið á. Á meðan á tónleikaferðinni stóð misstu bæði Jagger og Richards annað foreldri sitt og Ronnie Wood missti eldri bróður sinn. Richards þurfti einnig að gangast undir skurðaðgerð eftir að hafa dottið úr pálmatré á Fiji-eyjum á síðasta ári. Stones spilaði á 146 tónleikum í 31 landi fyrir framan 2,2 milljónir áhorfenda. Á meðal þjóða sem sveitin heimsótti í fyrsta sinn voru Kínverjar, Rúmenar og Serbar, auk þess sem hún spilaði í fyrsta sinn á Super Bowl, úrslitaleiknum í ameríska fótboltanum. Tekjur af miðasölu námu um nítján milljörðum króna. Heimildarmynd Martins Scorsese um Stones, Shine a Light, kemur út í apríl á næsta ári og munu Jagger og félagar taka þátt í að kynna þá mynd, endurnærðir eftir langþráða hvíld.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Kanye lögsækir tannlækni fyrir að gera sig háðan hláturgasi Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira