Benni og Lekman í hljóðver 29. ágúst 2007 07:00 Jens Lekman á tónleikunum í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Hrönn Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tónlistarmennirnir Benedikt Hermann Hermannsson og hinn sænski Jens Lekman fóru í hljóðver um síðustu helgi og tóku upp nokkur lög saman. Ekki hefur verið ákveðið hvenær lögin koma út. Benedikt segir að það hafi verið frábært að vinna með Lekman. „Hann er mjög indæll náungi og skemmtilegur,“ segir Benni, sem starfaði fyrst með Lekman á síðustu Airwaves-hátíð. „Hann var beðinn um að spila á Airwaves og á leiðinni hingað sendi hann mér „email“ og spurði hvort ég og nokkrir aðrir værum til í að spila með honum í einu lagi. Í þeirri ferð tókum við upp eitt lag saman sem var gefið út á sjö tommu,“ segir hann. Lekman hélt tónleika í Norræna húsinu síðastliðið föstudagskvöld. Mætti hann með bassaleikara og trommara með sér en auk þess spilaði Benni með honum næstum alla tónleikana ásamt fjórum blásurum. Á dagskránni voru meðal annars tvö lög eftir Benna þar sem Lekman var gestasöngvari; Aldrei og I Can Love You In A Wheelchair Baby. Einnig söng Benni með Lekman á sænsku. „Ég skuldaði honum. Hann er búinn að syngja með mér á íslensku,“ segir Benni og bætir því við að það hafi gengið merkilega vel að læra sænskuna. Framundan hjá Benna Hemm Hemm er tónleikaferð um Norðurlönd sem verður farin í lok október eða byrjun nóvember. Engin plata er fyrirhuguð með hljómsveitinni fyrir næstu jól en síðustu tvær plötur hennar hafa fengið mjög góðar viðtökur.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira