Melódísk poppmúsík 2. september 2007 12:30 Óli Trausta hefur gefið út sína fyrstu plötu. rósa Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Sum af þessum lögum eru nokkurra ára en sum eru tiltölulega ný,“ segir Ólafur Sveinn, sem syngur sjálfur lagið „Ef það er nokkuð til“. „Þetta er frekar melódísk poppmúsík. Flest af þessum lögum eru frekar róleg,“ bætir hann við. Öll lögin eru eftir Ólaf en nokkrir af textunum eru eftir Magnús ÞórSigmundsson. Eitt ljóð er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Úrvalslið hljóðfæraleikara sér um undirleikinn og má þar nefna Ásgeir Óskarsson, Guðmund Pétursson, Gunnlaug Briem, Pétur Hjaltested og Egil Rafnsson. „Þetta er stór og mikill hópur af góðu fólki, bæði þekktu og minna þekktu. Þetta er allt saman mjög gott fólk og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ólafur. Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Laga- og textasmiðurinn Ólafur Sveinn Traustason hefur gefið út sína fyrstu plötu, sem nefnist einfaldlega Óli Trausta. Á plötunni, sem kemur út á vegum Zonet, eru tólf lög í flutningi söngvara á borð við Pál Rósinkranz, Sigurjón Brink og Edgar Smára Atlason. „Það hefur verið langur aðdragandi að þessu. Sum af þessum lögum eru nokkurra ára en sum eru tiltölulega ný,“ segir Ólafur Sveinn, sem syngur sjálfur lagið „Ef það er nokkuð til“. „Þetta er frekar melódísk poppmúsík. Flest af þessum lögum eru frekar róleg,“ bætir hann við. Öll lögin eru eftir Ólaf en nokkrir af textunum eru eftir Magnús ÞórSigmundsson. Eitt ljóð er eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Úrvalslið hljóðfæraleikara sér um undirleikinn og má þar nefna Ásgeir Óskarsson, Guðmund Pétursson, Gunnlaug Briem, Pétur Hjaltested og Egil Rafnsson. „Þetta er stór og mikill hópur af góðu fólki, bæði þekktu og minna þekktu. Þetta er allt saman mjög gott fólk og ekki yfir neinu að kvarta,“ segir Ólafur.
Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira