Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök 24. september 2007 00:01 Ómerkta skútan við hlið varðskipsins Ægis á fimmtudag. Í henni reyndust vera rúm 60 kíló af fíkniefnum. Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu. Pólstjörnumálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira