Bjarni og Einar Jökull áfram í haldi 25. september 2007 00:01 Skútan sem notuð var til smyglsins sem komst upp um á fimmtudag sést hér við hlið varðskipsins Ægis. MYND/Einar Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Pólstjörnumálið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær að Bjarni Hrafnkelsson, 35 ára, og Einar Jökull Einarsson, 27 ára, sem grunaðir eru um að skipuleggja innflutning á rúmlega 60 kílóum af amfetamíni, skyldu vera í gæsluvarðhaldi til 18. október. Héraðsdómur hafði áður úrskurðað mennina í gæsluvarðhald en Bjarni og Einar Jökull kærðu niðurstöðuna til Hæstaréttar. Þeir hafa báðir neitað sök í málinu. Líklegt er að þeir verði í haldi þar til dómur fellur í máli þeirra en það hefur til þessa tíðkast í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Eins og greint hefur verið frá í fréttum voru þeir tveir, ásamt átta öðrum, handteknir eftir að upp komst um smygltilraun á Fáskrúðsfirði á fimmtudag en fíkniefnunum var siglt hingað með skútu sem hafði verið tekin á leigu. Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem handteknir voru um borð í skútunni á Fáskrúðsfirði, kærðu ekki gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms og verða því einnig í haldi til 18. október. Manni um tvítugt, sem átti að vera bílstjóri Guðbjarna og Alvars á Fáskrúðsfirði, verður sleppt úr haldi á föstudag að óbreyttu. Þáttur hans er talinn veigalítill. Íslensku pari, sem handtekið var í Kaupmannahöfn sama dag og málið kom upp, var sleppt daginn eftir. Það er ekki talið hafa tengst smyglinu. Þá er einn 24 ára Íslendingur í haldi í Færeyjum en tvö kíló af amfetamíni fundust í fórum hans þegar hann var handtekinn á fimmtudag. Dana, sem var handtekinn með honum, hefur verið sleppt. Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, hefur einnig verið sleppt úr haldi lögreglu í Noregi en lögreglan grunaði hann um aðild að smyglinu og var hann handtekinn á heimili sínu í Stavanger þess vegna.Lögreglan fór fram á að dómur Hæstaréttar í kærumálinu, er tengist gæsluvarðhaldsúrskurðum í málinu, yrði ekki birtur á heimasíðu Hæstaréttar eins og venja er vegna rannsóknarhagsmuna.Fréttavefurinn Vísir greindi frá því í gær að Logi Freyr hefði sýnt norskum lögreglumönnum skútuna Lucky Day en hún var við bryggjuna á Fáskrúðsfirði frá því í september 2005 til vors 2006. Grunur lék á því að hún hefði verið notuð til smygls og var meðal annars leitað í skútunni með fíkniefnahundi. Logi Freyr hefur neitað allri aðild að málinu. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær er Bjarni Hrafnkelsson grunaður um að skipuleggja og fjármagna smyglið, auk þess að pakka efnunum erlendis. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldskröfu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Yfirheyrslur vegna málsins hafa staðið yfir undanfarna daga og verður þeim framhaldið í dag. Lögreglumenn í fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið að málinu erlendis. Þeir munu gera það áfram enda rannsókn málsins enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra.
Pólstjörnumálið Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?