Stefán Karl leikur Trölla eftir áramót á Broadway 4. október 2007 09:30 Stefán Karl Stefánsson MYND/Stefan „Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt." Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Við eigum enn eftir að ganga frá nokkrum lausum endum en ef þetta gengur allt saman upp þá verð ég Trölli á Broadway á næsta ári," upplýsir Stefán Karl Stefánsson en hann er nú kominn með annan fótinn á stóra sviðið í New York. Um er að ræða söngleik sem byggður er á bókinni Þegar Trölli stal jólunum eftir Dr. Seuss. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst verður Stefán fyrsti íslenski leikarinn sem tekur að sér svo stóra rullu í þessum fræga leikhúsheimi sem Broadway er. Stefáni var boðið að taka þátt í svokölluðu work-shop eða vinnubúðum fyrir nokkru með leikstjóranum Jack O'Brian en hann er eitt af stóru nöfnunum í leikhúsheiminum þar vestra og hefur meðal annars fengið þrenn Tony-verðlaun sem eru Óskarsverðlaun leikhússins í Bandaríkjunum. Stefán eyddi þremur vikum með leikstjóranum við að þróa þessa furðuveru rithöfundarins Dr. Seuss og leist framleiðendum verksins svo vel á hugmyndir Stefáns að þeir buðu honum að velja sér borg til að leika persónuna en reiknað er með að sýningin verði mikið fyrirtæki. „Og að sjálfsögðu valdi ég New York og Broadway," segir Stefán og hlær. „Þessi O'Brian er slík stjarna í leikhúsheiminum að mér skilst að leikarar myndu gefa aleiguna bara fyrir að hitta hann. Þannig að þetta er náttúrlega fyrst og fremst heiður fyrir mig að vera boðið þetta hlutverk," segir Stefán sem telur að þetta eigi eftir að henta sér vel. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst leikari en ekki einhver fyrirsæta og það hjálpaði mér vissulega að ég hef sviðsreynslu frá Íslandi." En Stefán gleymir ekki Latabæ og þakkar því fyrirtæki ekki síst þessa góðu kynningu á sér í Bandaríkjunum. Hann er til að mynda nýkominn frá Fíladelfíu þar sem Latibær setti á svið mikla sýningu fyrir tæplega tólf þúsund manns í skemmtigarði sjónvarpsþáttarins Sesam Street. „Maður gerði sér þá kannski grein fyrir hversu mikið æði þetta orðið. Þarna mættu krakkar klæddir eins og Glanni glæpur og Íþróttaálfurinn og öskruðu á okkur eins og að við værum rokkstjörnur," segir Stefán sem jafnframt er kominn með nýjan umboðsmann en hún ku vera gömul í hettunni og hefur verið að í fjörutíu ár. Að sögn Stefáns hafa umbjóðendur hennar verið allt frá Matt Damon og Ben Affleck til sjálfrar Britney Spears áður en sú ágæta söngkona féll í freistni. „Hlutirnir hér gerast ekki á einni nóttu en vissulega hef ég verið að taka stór skref," segir Stefán. „Þetta snýst líka mikið um heppni. Að vera réttur maður á réttum stað og gefast ekki upp. Þetta er helvítis púl en um leið ákaflega skemmtilegt."
Menning Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira