Óorði komið á útrásina Dagur B. Eggertsson skrifar 6. október 2007 00:01 Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun