Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi 10. október 2007 00:01 Verið er að taka í notkun viðbótarbyggingu á Kvíabryggju. Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss
Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira