Má ég segja nei? Drífa Snædal skrifar 28. nóvember 2007 00:01 Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Eitt það fyrsta sem stjórnmálakonur læra er að segja aldrei nei þegar þeim býðst að fara í fjölmiðla. Fólk í jafnréttisbaráttu hefur deilt á fjölmiðlafólk í gegnum tíðina fyrir að birta skökk kynjahlutföll enda gefa rannsóknir fullt tilefni til að gagnrýna það. Sumt fjölmiðlafólk hefur á móti sagt að erfitt sé að fá konur til að mæta og einmitt til þess að taka tillit til þessarar gagnrýni hefur einfaldlega ekki verið leyfilegt fyrir konur að segja nei. Á þessum forsendum höfum við skóflað öllu öðru til hliðar - við mætum ef við erum beðnar. Auðvitað er fjölmiðlafólk með afar misjafna jafnréttisvitund. Þannig standa margir sig mjög vel en sumir fjölmiðlamenn eru svo ómeðvitaðir, ef ekki vitundarlausir, að ég velti því fyrir mér hvort þeim sé illa við konur, hræddir við þær eða telji konur bara einfaldlega ekki hafa neitt merkilegt fram að færa. Það er viðurkennd aðferð hjá misréttissinnum að hampa fjarvistarsönnunum fyrir minnihlutahópa. Þannig er Condoleezza Rice fjarvistarsönnun fyrir aðra blökkumenn í valdastöðum í Bandaríkjunum og gott ef ekki konur líka. Lengi vel var ein kona í ríkisstjórn Íslands sem gegndi þessu hlutverki og í sumum sjónvarpsþáttum þykir enn nóg að vera með eina konu í panel, svona til að sýna að konur megi líka vera með. Hér þrífst sko ekkert misrétti, það er alveg heil kona í hverjum þætti. Þær mega sko alveg vera með, bara ekki alveg jafn mikið með og karlar. Á einhverjum tímapunkti verður afar þreytandi fyrir konur að vera þessi fjarvistarsönnun, vera þessi eina sem má vera með til að sefa brjáluðu femínistana. Af einhverjum ástæðum þykja það nefnilega vera öfgar að krefjast algers jafnréttis milli karla og kvenna, í fjölmiðlum sem og annars staðar. Þegar jafnréttissinnar eru búnir að benda á kynjaskekkjuna árum saman kemur að því að mælirinn er fullur. Hvað er til ráða? Eigum við að halda áfram að tala fyrir daufum eyrum eða grípa til þeirra aðgerða sem við getum - neita að vera fjarvistarsönnun fyrir áframhaldandi misrétti? Höfum við á einhverjum tímapunkti rétt til að segja: „Nei, veistu, ég er ekki til í þetta fyrirkomulag lengur"? Höfundur er framkvæmdastýra Vinstri grænna.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar