Meirimáttarkenndin Dr. Gunni skrifar 6. desember 2007 00:01 Ég er hvítur miðaldra karlmaður. Einmitt af tegundinni sem nú um stundir fer með óskoraðan umráðarétt yfir öllum heimsins gæðum, fær besta kaupið og á stærstu bílana. Ég og hinir hvítu miðaldra karlarnir erum konungar alheimsins. Í staðinn fyrir að njóta yfirburðastöðu minnar og velta mér upp úr henni er ég haldinn öfugri minnimáttarkennd, eins konar meirimáttarkennd. Ég vildi að ég hefði ástæðu til að vera síreið og sár baráttukempa, eins og til dæmis konurnar í femínistafélaginu. Ég dauðöfunda þær fyrir samheldnina og ákafann og það að geta túlkað nánast allt sem árásir á kvenkynið eins og það leggur sig. Mikið vildi ég tilheyra hópi sem hittist á fundum til að ræða hvað gerði okkur þá vikuna að niðurlægðum minnihlutahópi fórnarlamba. Það er örugglega rosalega gefandi að vera alltaf í sporum hins niðurlægða í stað þess að þurfa að rogast um með yfirburði sína, eins og ég og hinir hvítu keppirnir neyðumst til. Ekki nóg með að ég sé hvítur og miðaldra, ég hef ekki einu sinni náð þeirri fullkomnun að verða alkóhólisti. Ef ég væri alki væri ég í fullum rétti til að velta mér upp úr niðurlægingu minni og fórnarlambshlutverki. Ég gæti farið á fund á hverjum degi og fundið fyrir þeim samhug sem finnst í stórum hópi fólks í sömu sporunum. Ég öfunda alkana. Þeir tilheyra töfraveröld sem er með sitt eigið tungumál og hefðir, veröld sem mér er hulin og fjarlæg. Sama hvað ég reyni að drekka mig til alkóhólisma strandar allt á þeirri ömurlegu staðreynd að mér finnst vín vont og hundleiðinlegt og hallærislegt að vera fullur. Nýlega eygði ég von til að finnast ég loksins niðurlægt fórnarlamb. Ég fór í nýju Hagkaup í Miklagarði og ætlaði að fá löngunum mínum svalað í „karlageymsluherberginu". Ég hélt að þar inni gæti ég fundið fyrir unaðshrolli samkarllegrar niðurlægingar kynjaðra staðalímynda. Sama hvað ég rembdist við að láta þennan smáblett móðga og niðurlægja mig og alla aðra karlmenn í heiminum í þessar tvær mínútur sem ég sat þarna í grábrúnum leðurstól og horfði á kappakstur, þá bara gerðist ekki neitt. Helst að ég væri fúll yfir því að sjónvarpið er bara 42 tommur og ég fann hvergi fjarstýringuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun
Ég er hvítur miðaldra karlmaður. Einmitt af tegundinni sem nú um stundir fer með óskoraðan umráðarétt yfir öllum heimsins gæðum, fær besta kaupið og á stærstu bílana. Ég og hinir hvítu miðaldra karlarnir erum konungar alheimsins. Í staðinn fyrir að njóta yfirburðastöðu minnar og velta mér upp úr henni er ég haldinn öfugri minnimáttarkennd, eins konar meirimáttarkennd. Ég vildi að ég hefði ástæðu til að vera síreið og sár baráttukempa, eins og til dæmis konurnar í femínistafélaginu. Ég dauðöfunda þær fyrir samheldnina og ákafann og það að geta túlkað nánast allt sem árásir á kvenkynið eins og það leggur sig. Mikið vildi ég tilheyra hópi sem hittist á fundum til að ræða hvað gerði okkur þá vikuna að niðurlægðum minnihlutahópi fórnarlamba. Það er örugglega rosalega gefandi að vera alltaf í sporum hins niðurlægða í stað þess að þurfa að rogast um með yfirburði sína, eins og ég og hinir hvítu keppirnir neyðumst til. Ekki nóg með að ég sé hvítur og miðaldra, ég hef ekki einu sinni náð þeirri fullkomnun að verða alkóhólisti. Ef ég væri alki væri ég í fullum rétti til að velta mér upp úr niðurlægingu minni og fórnarlambshlutverki. Ég gæti farið á fund á hverjum degi og fundið fyrir þeim samhug sem finnst í stórum hópi fólks í sömu sporunum. Ég öfunda alkana. Þeir tilheyra töfraveröld sem er með sitt eigið tungumál og hefðir, veröld sem mér er hulin og fjarlæg. Sama hvað ég reyni að drekka mig til alkóhólisma strandar allt á þeirri ömurlegu staðreynd að mér finnst vín vont og hundleiðinlegt og hallærislegt að vera fullur. Nýlega eygði ég von til að finnast ég loksins niðurlægt fórnarlamb. Ég fór í nýju Hagkaup í Miklagarði og ætlaði að fá löngunum mínum svalað í „karlageymsluherberginu". Ég hélt að þar inni gæti ég fundið fyrir unaðshrolli samkarllegrar niðurlægingar kynjaðra staðalímynda. Sama hvað ég rembdist við að láta þennan smáblett móðga og niðurlægja mig og alla aðra karlmenn í heiminum í þessar tvær mínútur sem ég sat þarna í grábrúnum leðurstól og horfði á kappakstur, þá bara gerðist ekki neitt. Helst að ég væri fúll yfir því að sjónvarpið er bara 42 tommur og ég fann hvergi fjarstýringuna.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun