Áhætta í evrulaunum 8. janúar 2007 18:30 Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum. Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Launþegar taka mikla áhættu með því að þiggja laun í evrum, segir aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Hann telur hverfandi líkur á að evran laumi sér bakdyramegin inn í íslenskt efnahagslíf. Hún verði aldrei tekin upp nema um það ríki pólitísk sátt. Ýmsir hafa tjáð sig um evruna síðustu daga eftir að fréttir bárust af því að ýmis fyrirtæki gera upp í evrum og fleiri eru að íhuga það, meðal annars Kaupþing. Þá greiðir Marel hluta af sínum launum í evrum. Æðstu menn Framsóknar virðast ekki sammála um hvort evran er í sjónmáli eður ei en aðalhagfræðingur Seðlabankans segir allt tal um rothögg orðum aukið og þeir hagfræðingar sem fréttastofa ræddi við í dag voru sammála um að verið væri að gera úlfalda úr mýflugu. "Áhrif á íslenska peningamálastefnu munu helgast nokkuð af því hvort bankarnir munu halda áfram að lána í íslenskum krónum," segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands og á ekki von á öðru en þeir geri það. "Og vegna þess að allur þorri íslenskra einstaklinga og smærri fyrirtækja eru með sínar tekjur í krónum og allar skuldbindingar í krónum væri mjög óskynsamlegt fyrir þau að vera með mjög stóran hluta í öðrum gjaldmiðli en krónum." Því verður peningamálastefnan áfram virk, segir Arnór, og efast um að stór hluti launa verði greiddur í evrum. "Einfaldlega vegna þess að með því væru launþegar að taka gríðarlega áhættu ef að verðlag er áfram í krónum." Til að slíkt yrði að veruleika þyrfti víðtækt samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins og allra helstu kaupmanna um að taka upp evru. Og stjórnvalda því lagasetningu þyrfti til að breyta því að skuldir heimilanna eru í íslenskum krónum.
Fréttir Innlent Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira