Elton söng afmælissönginn fyrir Ólaf 21. janúar 2007 12:21 Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð. Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Breski tónlistarmaðurinn Elton John staldraði stutt við á Íslandi því strax að loknum afmælistónleikum fyrir stjórnarformann Samskipa hélt hann til Bandaríkjanna.Mikil leynd hvíldi yfir komu Eltons John hingað til lands í gær enda voru tónleikar hans einungis fyrir útvalinn hóp gesta í fimmtugsafmæli Ólafs Ólafssonar, stjórnarformanns Samskipa. Einkaþota hans lenti á Reykjavíkurflugvelli um hálfsex í gærkvöld og var strax farið með kappann á hlýrri stað, enda býsna kalt í höfuðborginni í gær.Sjálf afmælisveislan fór fram í Ísheimum, kæligeymslu Samskipa á Vogabakka í gær. Langt fram eftir kvöldi streymdu glæsijepparnir á svæðið sem var vandlega gætt af björgunarsveitarmönnum frá Landsbjörgu. Komst enginn inn nema sýna boðsmiða frá afmælisbarninu. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru um 400-500 manns í afmælinu og virtust allir skemmta sér hið besta, enda ekki annað hægt þegar slík dagskrá er í boði. Elton John lék í rúma klukkustund mörg af sínum frægustu lögum og klykkti svo út með að syngja afmælissönginn fyrir Ólaf. Auk hans stigu Björgvin Halldórsson, Bubbi Morthens og stórsveit Reykjavíkur á svið. Popparinn lagði svo af stað til Atlanta frá Keflavíkurflugvelli en þangað hafði þota hans verið flutt fyrr um kvöldið, bæði vegna þess að hún hafið sig til flugs frá Reykjavík með stútfulla eldsneytistanka, auk þess sem bannað er að fljúga þaðan seint á kvöldin. Fréttablaðið fullyrti í gær að kappinn hefði þegið sjötíu milljónir króna fyrir að koma fram í afmælisveislunni. Fyrr um daginn gáfu Ólafur og Ingibjörg Kristjánsdóttir eiginkona hans einn milljarð króna í nýstofnaðan velferðarsjóð.
Fréttir Innlent Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira