Leynisamkomulag brot á lögum og jafnvel stjórnarskrá 5. febrúar 2007 18:43 Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Talsmenn vinstri grænna og Samfylkingarinnar segja að lög og jafnvel stjórnarskrá hafi verið brotin þegar viðaukum við varnarsamninginn var haldið leyndum fyrir Alþingi. Forsætisráðherra og utanríkisráðherra eru sammála um að innihald viðaukanna kalli ekki á leynd, en tíðarandinn hafi verið allt annar fyrir hálfri öld en nú. Steingrímur J Sigfússon formaður Vinstri grænna rifjaði upp hvernig kom til þess árið 1951 að gerður var samningur um veru Bandaríkjahers á Íslandi, án samráðs við Alþingi og utanríkismálanefnd. Það hafi verið nógu slæmt, en nú hafi klomið í ljós að á bakvið samninginn hafi verið gerðir leynisamningar og röngum upplýsingum haldið að þjóðinni í meira en hálfa öld og Alþingi þannig haft að fífli. "Öllu alvarlegra er þó að í leyniviðaukunum er fólgið beint afsal og beinar kvaðir á íslenskt land og yfirráðasvæði og stjórnskipun og lögum er vikið til hliðar,"sagði Steingrímur. Steingrímur lagði síðan ítarlegar spurningar fyrir utanríkisráðherra um málið, en hún greindi frá því hinn 11. janúar að leynd yrði létt af þessum skjölum. Hún sagði Íslendingar hafa viljað létta þessari leynd strax við endurnýjun samningsins s.l. haust, en skrifræði í Bandaríkjunum hefði tafið fyrir. Það hefði lítið upp á sig að velta sér upp úr fortíðinni nú. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra sagði að varnarsamningurinn frá árinu 1951 hafi líklega verið umdeildasti tvíhliða samningur sem Ísland hafi gert. "Og tveimur árum áður höfðu átt sér stað uppþot á Austurvelli, þegar Alþingi samþykkti aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu," sagði Valgerður. Þannig varpi spegilmynd samtímans ekki endilega sanngjörnu ljósi á fortíðina. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar sagði utanríkisráðherra eiga hrós skilið fyrir framgöngu sína í málinu. "Af hverju er þá ekki stjórnarandstöðunni sem situr undir trúnaði í utanríkismálanefnd leyft að sjá það sem er undirstaðan undir varnarsamkomulaginu frá því í haust, þ.e.a.s. varnaráætlunina sem Bandaríkjamenn gerðu," spurði Össur. Geir H Haarde forsætisráðherra telur innihald viðaukana í flestu eðlilegt, en engin ástæða væri til að leyna þeim nú, en tímarnir hafi verið aðrir fyrir rúmum 50 árum. "Það er í umhverfi þessarar miklu spennu sem Íslendingar stíga það gæfuspor að gera tvíhliða varnarsamning við Bandaríkin 1951," sagði forsætisráðherra.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði