Vinningshafar Grammy 12. febrúar 2007 16:45 Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu. Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Grammy tónlistarverðlaunin voru afhent í 49. sinn í L.A. gærkvöldi og var athöfnin glæsileg að vanda. Ýmsir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum á milli atriða. Þar má nefna hljómsveitina Police, með Sting í broddi fylkingar, en hún opnaði hátíðina. Hafði hljómsveitin ekki komið saman í yfir 20 ár. Helstu vinningshafar kvöldsins voru stúlkurnar í sveitatónlistarhjómsveitinni The Dixie Chicks en það má segja að þær hafi komið, séð og sigrað. Voru stúlkurnar tilnefndar til fimm verðlauna, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, og hlutu þær verðlaunin í öllum fimm flokkunum. Tattooveruðu gæjarnir í hljómsveitinni Red Hot Chilli Peppers fengu fjögur verðlaun en hljómsveitin var tilnefnd til sex verðlauna. Fengu þeir meðal annars verðlaun fyrir bestu rokkplötuna, Stadium Arcadium. R&B söngkonan Mary J. Blige var tilnefnd til átta verðlauna en fór heim með þrjú. Hún var þó ekki óánægð með þann árangur og sagði það að vinna verðlaunin vera bara toppinn á ísjakanum. Að vera tilnefnd til verðlaunanna væri frábært. Þeir listamenn sem gengu út með tvenn verðlaun voru meðal annars Gnarls Barkley, Bruce Springsteen, Bob Dylan, R&B söngvarinn John Legend, kvikmyndatónlistarhöfundurinn John Williams og rapparinn Ludacris. Söngkonan Beyonce var tilnefnd til fjögurra verðlauna en fór heim með ein. Stevie Wonder hlaut ein verðlaun og hefur hann því alls hlotið verðlaunin 25 sinnum. Hann hefur því fengið fjórðu flestu verðlaunin í sögu Grammy tónlistarverðlaunanna, en efst trónir lagahöfundurinn Georg Solti, með 31 stykki. En það eru ekki allir sem fara glaðir heim af hátíðinni. Þeir James Blunt og Prince voru báðir tilnefndir í fimm flokkum en fengu hvorugir nokkur. Hljómsveitin U2, sem hefur verið hlutskörp þegar kemur að Grammy verðlaununum, fékk ekki heldur verðlaun en hún var tilnefnd til tveggja. Reuters greindi frá þessu.
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira