Mæðrahús í Níkaragúa fá styrki frá Þróunarsamvinnustofnun 16. febrúar 2007 10:00 Móðir frá Níkaragúa með nýfætt barn sitt. MYND/Harpa Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur gengið frá samningum við heilbrigðisráðuneyti Níkaragúa um stuðning við fimm Casas Maternaseða Mæðrahús á afskekktum svæðum þar sem mæðra- og ungbarnadauði er algengur. Mæðrahúsin eru ein meginstoðin í áætlun stjórnvalda í Níkaragúa í baráttunni við að fækka dauðsföllum mæðra og ungbarna. Um eitt þúsund konur nýta sér þjónustu þessara fimm húsa á ári hverju. Að sögn Hörpu Elínar Haraldsdóttur starfsmanns ÞSSÍ í Níkaragúa er íslenskt fé notað til uppbyggingar og nauðsynlegra viðgerða á Mæðrahúsunum auk þess sem þau verða búin húsgögnum. Framkvæmdir eru þegar hafnar og áætlað að verkefninu ljúki í sumar. "Lækkun ungbarnadauða um tvo þriðju og dánartíðni vegna barnsburðar um þrjá fjórðu eru tvö af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna um þróun," segir Harpa Elín. "Í þessum efnum stendur Níkaragúa frammi fyrir mikilli áskorun, en tíðni ungbarna- og mæðradauða í Níkaragúa er meðal þess hæsta sem þekkist í rómönsku Ameríku, árið 2005 lést 121 móðir á hverja 100,000 lifandi fædda en til samaburðar létust 36 mæður á hverja 100,000 lifandi fædda í nágrannalandinu Kosta Ríka. Fátækt, takmarkaðir möguleikar til menntunnar og starfa, hefðbundin kynjahlutverk og lélegt aðgengi að heilbrigðsþjónustu í afskekktum sveitum eru veigamiklar ástæður fyrir stöðu mála," segir Harpa Elín. Í ljósi þessara aðstæðna gengu fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands frá samningum við stjórnvöld um stuðning við fimm Mæðrahús. ÞSSÍ styrkir mæðrahús í Sébaco, Camoapa, Juigalpa, Blufields og Cruz de Río Grande. "Áætlun stjórnvalda byggir á samvinnu við héraðs- og bæjarstjórnir og frjáls félagasamtök á hverjum stað," segir Harpa Elín. "Markmið Mæðrahúsanna er að lækka mæðra- og ungbarnadauða í Níkaragúa og fjölga fæðingum undir eftirliti læknis og á heilbrigðisstofnunum, en sjö af hverjum tíu dauðsföllum við fæðingu verða í heimahúsum, flest á afskekktum fátækum svæðum. Mæðrahúsin bjóða þunguðum konum, sem teljast vera í áhættu á meðgöngu og hefðu annars ekki aðgengi að heilbrigðisþjónustu vegna búsetu, upp á húsnæði og uppihald í nágrenni við sjúkrahús, heilsugæslu eða heilsumiðstöðvar til að koma í veg fyrir dauðsföll af völdum blæðinga eða erfiðleika fyrir, í og eftir fæðingu. Konurnar koma í húsin um það bil tveimur vikum fyrir fæðingu og eru þar í viku eða tvær eftir fæðingu eftir aðstæðum. Fæðingarlæknar og heilbrigðisstarfsfólk kemur í húsin daglega en flestar konurnar sem koma í Mæðrahúsin eru að fá læknisaðstoð við fæðingu í fyrsta skipti. Áhersla er lögð á að húsin séu heimilisleg og að konunum líði sem allra best á meðan dvölinni stendur. Konur sem koma í Mæðrahúsin eru yfirleitt frá afar fátækum samfélögum í strjálbýli og þær eru flestar undir 19 ára aldri eða eldri en 35 ára." Að sögn Hörpu Elínar er mikið lagt upp úr því að ræða við og fræða konurnar um ungbarnavernd, kynlífs- og frjósemisheilbrigði svo og fjölskylduskipulagningu. Ennfremur hafa sum húsin að auki boðið upp á ráðgjafaþjónustu fyrir konurnar um heimilisofbeldi, barnameðlagskröfur, landréttarmál og aðstoð við að fá nafnskírteini, svo dæmi séu nefnd. Flest húsin bjóða einnig upp á möguleika til að stunda eða læra einhverskonar handiðn. "Mæðrahúsin hafa þannig áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði kvennanna," segir Harpa Elín.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira