Samkeppnin grimm milli banka 26. febrúar 2007 18:41 Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð." Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Samkeppni milli íslensku bankanna er grimm og hörð, segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Forstjóri Kaupþings á Íslandi fullyrðir að kjör viðskiptavina hér séu betri en í Svíþjóð þrátt fyrir sláandi mun sem birtist í samanburði á vöxtum og þjónustugjöldum sem Stöð 2 birti um helgina. Fréttastofan gerði samanburð á kjörum Glitnis og Kaupþings á Íslandi og Norðurlöndunum og birti um helgina. Í ljós kom sláandi munur á vöxtum og þjónustugjöldum. Raunvextir voru allt að helmingi lægri á húsnæðislánum, skammtímalánum og yfirdrætti og munurinn á kostnaði við að taka lán var allt að tuttugufaldur. Forstjórar bankanna segja háa stýrivexti hér meginskýringuna á þessum muni. Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis bendir á að stýrivextir í Noregi séu 3,75% en 14,25% á Íslandi. "Við teljum okkur vera að bjóða mjög samkeppnishæf kjör á báðum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu alltaf hægt að gera betur og að því er stöðugt unnið." Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings bendir líka á stýrivextina. En þeir skýra varla allt að tuttugufaldan mun á kostnaði við að taka lán Kaupþings hér og í Svíþjóð? "Það skýrir það ekki nema að hluta. En þegar þessi kjör eru borin saman þá kemur í ljós að álagning á vextina er töluvert hærri í Svíþjóð á móti lægri lántökugjöldum á meðan við erum með litla sem enga álagningu á íbúðalánum hér. Þegar allt er talið þá get ég fullyrt það að kjörin þegar horft er á álagningu bankanna eru betri á Íslandi en í Svíþjóð." Álagningin á húsnæðislán er svo lítil, segir Ingólfur, að þau liggja mjög nálægt grunnvöxtum ríkissjóðs. Forstjóri Glitnis segir þó tækifæri til að gera betur. "Þessi atriði eru til sífelldrar endurskoðunar þannig að ég er ekki með neinar yfirlýsingar um neinar verðskrárbreytingar hér." Aðspurður hvernig hann myndi lýsa samkeppni milli bankanna hér, segir Bjarni: "hún er grimm og hörð."
Fréttir Innlent Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira