Spenna í Meistaradeildinni í kvöld 6. mars 2007 08:46 Leikmenn Barcelona æfa á Anfield í gærkvöldi AP Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira
Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Sjá meira