Þrír flokkar vilja græna skatta 15. apríl 2007 18:40 Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi. Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Allir stjórnmálaflokkar, nema Frjálslyndir, vilja beita sköttum eða lækkun gjalda til að hvetja landsmenn til að nota umhverfisvæna bíla. Samfylking, Íslandshreyfingin og Vinstri grænir vilja einir flokka leggja á græna skatta samkvæmt reglunni - þeir borgi sem mengi. Fréttastofa Stöðvar tvö hefur lagt fyrir alla stjórnmálaflokka í framboði til Alþingis spurningar í nokkrum helstu málaflokkum. Við segjum frá svörum þeirra á næstu dögum. Við byrjuðum á grænu pólitíkinni sem margir töldu víst að yrði eitt helsta kosningamálið í vor. Kannanir hafa þó sýnt að umhverfismálin standa hjörtum - eða eigum við að segja vísakortum - kjósenda EKKI næst. En við byrjuðum á að spyrja hvort samþykkja ætti náttúruverndaráætlun á alþingi áður en farið væri út í frekari virkjanir fyrir stóriðju? Já, sögðu Samfylking, Vinstri grænir og Íslandshreyfingin. Nei sögðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur sem vísa til verndar- og nýtingaráætlunar sem taka á gildi 2010. Frjálslyndir segja náttúruverndarsjónarmið eigi að vera í forgrunni við ákvörðun um virkjanir og Baráttusamtökin tóku ekki afstöðu. Við notum bílinn til flestra verka í stað þess að taka strætó eða hjóla á milli staða. Og það er ekki gott fyrir hnöttinn okkar. En hvað eiga stjórnvöld að gera til að þarfasti þjónninn verði vistvænni? Við spurðum: Ætlar flokkurinn að hvetja landsmenn til að skipta úr bensínbílum í umhverfisvænni bíla? Nánast allir flokkarnir svara játandi. Sjálfstæðisflokkurinn vísar til þess að þegar hafi vörugjöld á slíka bíla verið lækkuð. Enn eru þeir þó brot af bílaflotanum. Samfylking vill endurskoða tolla og vörugjöld á bíla, vinstri grænir vilja beita sköttum, Framsókn vill að skattar á vistvæna bíla verði hverfandi. Frjálslyndir hins vegar vilja að hagkvæmt verði að gera vistvænar breytingar á bílaflotanum. Íslandshreyfingin vill setja á gjald fyrir magn útblásturslofttegunda og lengdargjald á bíla eftir stærð. Baráttusamtökin vilja lækka innflutningsgjöld á vistvænum bílum. Og þá er það spurningin um græna skatta. Í Bretlandi til dæmis hafa menn ákveðið að hækka skatta á eldsneyti og tvöfalda gjöld á flugfarþega. Menn hafa líka velt því fyrir sér hvort sé vænlegra til árangurs - að verðlauna vistvæna hegðun eða refsa fyrir óvistvæna. En við spurðum flokkana - Kemur til greina að leggja græna skatta á mengunarvalda? Sjálfstæðisflokkurinn vill umbuna fólki fyrir umhverfisvænan lífstíl í stað þess að nota þennan málaflokk sem afsökun fyrir skattheimtu. Íslandshreyfingin, Samfylking og Vinstri grænir sögðu já og Samfylkingin telur að grænir skattar bæti samkeppnisstöðu nýrra lausna. Framsóknarflokkurinn segir hagræna hvata betri til árangurs en skatta, Frjálslyndir telja hugsanlegt að skatta mengunarvalda sem fara yfir sett mengunarmörk og Baráttusamtökin tala um grænar dagssektir ef mengunarvarnarbúnaður fyrirtækja er ófullnægjandi.
Fréttir Innlent Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Lá alblóðgur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira